sunnudagur, janúar 07, 2007

TvöþúsundogKYNLÍF

Þá er kynlífsárið mikla liðið og verð ég nú að bíða þangað til tvöþúsundogSEXtán til að geta farið að stunda þá íþrótt aftur. Ég lofaði verðlaunaafhendingu og fíneríi og auðvitað stendur stelpan við það. Vonandi móðgast enginn því það er alltaf næsta ár.

Brandarinn 2006

Margar tilnefningar bárust í þennan flokk en aðeins einn stóð upp úr og er það brandarinn:
"Hvernig urðu dvergar til? - Nokkrir menn skruppu saman í bíó."
Af þessari elsku get ég alltaf farið að flissa og flissa og flissa og pissa.

Verðlaun: Gullmedalía fyrir dvergahláturskast. Haha.

Lagið 2006

Ég asnaðist nú til að kaupa diskinn með peyjunum í We Are Scientists úti í Skondon en var ekkert svakalega hrifin. En mér finnst samt útgáfan þeirra af Hoppípolla ógeðslega fyndin og töff, sérstaklega af því að þeir vita greinilega ekkert hvað þeir eru að segja og er framburðurinn æðisgenginn. Hlusta á lagið hér.

Verðlaun: Pollagalli í öllu þessu pollahoppi.

Kækurinn 2006

er án efa að nota alltaf ... á MSN. Þetta dæmi hefur nákvæmlega engan tilgang nema ef maður ætlar að segja eitthvað meira. Einu sinni beið ég alltaf eftir að sá sem notaði þetta myndi segja eitthvað meira. Ég er ennþá að bíða. Ég verð að fara að hætta þessu. Þetta er nú samt ekki eins slæmt og í gamla daga. Þá notaði maður þetta eins og óð 16 ára stelpa. Tímarnir breytast og punktarnir með.

Verðlaun: Punktur punktur punktur komma strik. Sjálfstætt framhald Punktur punktur komma strik.

Partýið 2006

Ég verð nú að vera sjálfselsk og segja afmælispartýið mitt. Ég skemmti mér allavega konunglega þótt það hafi endað í blóði. Ég er með stórt ör því til sönnunar.

Verðlaun: Annað svona 2007!

Ógeðslega ljósmyndin 2006


Myndin segir meira en öll orð í heiminum til samans. Þarna er ég að dimmitera og var eitthvað að fíflast með hárkolluna hans Huma sem var skemmt. Ekki man ég eftir þessu en þetta var örugglega skondið fyrir alla nema mig. Ég lít allavega út eins og ég veit ekki hvað. Væri ekki til í að mæta mér í dimmu húsasundi svona útlítandi.
Verðlaun: Ekkert!

Gleðin 2006


Ætli það hafi ekki verið þegar mín heittelskaða Oddný kom heim eftir að hafa skilið mig eftir á klakanum í næstum eitt ár á meðan hún eltist við ítalska fáka. Svo var líka mikil gleði á mínum bæ eftir að hafa klárað blessaðan MR sem var sko ekki auðvelt. En það tókst.


Verðlaun: Oddný fær ársútekt í smokkasafni Særúnar.

Mistökin 2006


Það að hafa ekki hent þessu kvikindi út á naríunum um leið og hann hoppaði í rúmið mitt útataður í brúnkukremi á rassaborunni. Ég skipti líka á rúminu þegar hann var loksins farinn.


Verðlaun: Ný sótthreinsuð sængurföt

Tækniundrið 2006


Myspace. Hvað annað? Aldrei datt mér í hug að maður gæti orðið svona háður þó að ég hafi verið vöruð við með hvirfilbyl og stríði. Aldrei datt mér heldur í hug að þetta fyrirbæri gæti breytt lífi manns svona mikið eins og það gerði. Og aldrei hélt ég að ég myndi kynnast svona mikið af fólki og kynnast fólki aftur eftir margra ára fjarveru. Ég bara skiliddiggi!

Verðlaun: Tom fær feitan sleik frá mér ef ég hitti hann einhvern tímann. Kannski erfitt þar sem hann er örugglega alltaf á myspace.

Þátturinn 2006


Þátturinn sem bjargaði lífi mínu á löngum, köldum og einmana næturvöktum. Sérstaklega þegar sambýlið var netsambandslaust í heilan mánuð. Beverlí Hills. Já og Mellurósin líka þótt Beverlí heilli mig nú meira. Hægt er að lesa meira um þetta dót hérna ef þið nennið.

Verðlaun: Meira svona því það er aftur byrjað að sýna Mellurósina. Jei!

Töffarinn 2006


Það er án efa Sókrates Pálmason, bróðir minn með meiru. Hann er þó ennþá bara 13 ára og gengur um á fjórum fótum. Maður verður bara að redda sér. Hann reykir gras á fullu eins og hann fái borgað fyrir það í pulsum. Hann Sókri er töffaðastur!

Verðlaun: Sókri fær ársbirgðir af pulsum frá SS.

Töffarinn númer tvö 2006


Mikið er ég glöð að ég náði mynd af honum þessum. Auðvitað eiga strákar ekkert að vera feimnir. Vera meira eins og við stelpurnar sem rífum af okkur fötin við hvert tækifæri sem gefst. Vonandi fékk þessi samt buxurnar sínar aftur. (Samviskubit. Ái)

Verðlaun: Buxur af Særúnu. Og kannski hlýrabol ef það er mjög kalt.

Þægindin 2006


Nýja herbergið mitt. Og nýja rúmið mitt sem ég er ennþá að borga. Æðislegt að sofa í þessu rúmi en fyrir aðrar athafnir er það svolítið bánsí. Æi þið fattið. Líf mitt breyttist til muna þegar ég fékk minn eigin inngang, mitt eigið klósett og mitt eigið líf. Núna getur maður smyglað hverjum sem er inn en muna bara að taka skóna með inn sko. Og læsa. Það er svolítið óþægilegt þegar mamma manns opnar hurðina, skellir aftur og segir: "Fyrirgefðu!" Já og svo er auðvitað alltaf þægilegt að fá baknudd sem gerist aldrei.

Verðlaun: Ég get ekki gefið herbergi verðlaun. Kannski bara þrif. As good as it gets.

Tónleikarnir 2006

Árið var ekki mikið tónleikaár en ég gerðist þó svo fræg að hafa farið á náttúrutónleikana þarna í byrjun árs sem var jette bra. Svo skundaði ég á Morrissey sem er núna kannski að fara að taka þátt í Júgurvisjón fyrir Breta. Sussubía ojojojoj. Já svo spilaði ég á nokkrum stykkjum og ber þá kannski helst að nefna þegar ég spilaði með Björk og Sigrúnu á Airwaves ásamt Lödu Sport. Það var ógeðslega gaman enda komst ég þá að því hvað ég er ógeðslega mikil rokkarapíka. (núna geri ég svona rokkaramerki, hvernig sem það nú er.)

Verðlaun: Ég fæ VIP passa á alla tónleika sem eftir er. Je.

Skúbbið 2006

Ég komst hálfnakin í DV ásamt hinum yndisfríða 6.A. Fyrirsögnin var ekki af verri endanum: Klámkynslóðin komin í MR. Okkur var skemmt. Nokkrir ættingjar fengu þó móðursýkiskast, aðrir hláturskast. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi brotið upp hinn grámyglulega hversdagsleika heldur betur.

Verðlaun: Sá sem vill fær ársáskrift af DV. Það eru þó fáir sem vilja það. Hnjahnja.

Eftirherman 2006

Ég verð að vera aftur egó og segja Eyþór Arnalds-eftirherman mín sem sló svona hrikalega í gegn á sínum tíma. "Hermaur, hermaur!" Ekki furða að ég náði honum svona vel því við erum jú fjórmenningar. Hann er samt ógeðslega lítill. Sá hann á fínum veitingastað ásamt kærustunni sem er hausinum stærri en hann. Hún drakk rauðvín en hann kók. Nastí bidds.

Verðlaun: Ég fæ alvöru hermaur. Og kokteil. Og beyglaðan ljósastaur.

Stríðið 2006

Já ótrúlegt en satt þá átti ég í hálfgerðu stríði við unglinga sem eru bara nýkomnir með punghár. Nokkrir strákar í 4. bekk í MR sem þóttust vita rosalega mikið um ræðukeppnir. Þeir mega sjálfir reyna að leika hana Sollu sem var með bæklaðan munn af því að hún fékk slæmt hliðartott um helgina. Það er bara ekkert létt að halda andliti þegar maður er að gera það sko. Þurftu endilega að skrifa um það í Loka og mín ekki sátt en fannst þetta samt bara fyndið. Hefndi mín allsvakalega með skrifum mínum í MT og þá linuðust þeir nú og fóru að hæla mér í hástert. Bjuggu til námskeið fyrir mig í línubilaskiptingu og svoleiðis. En ég vann stríðið. Hahaha!

Verðlaun: Afnot af punghárunum þeirra í einn dag.

Skaupið 2006

Það var bara svona helvíti fyndið þrátt fyrir að ég haf þurft að flatmaga á parketlögðu gólfi á meðan áhorfi stóð því allir stólar og sófar voru fullir af norskum eðalbossum sem skildu ekki bofs í þessari vitleysu. Ég hló þó mest af Kappafling-auglýsingunni á undan. Haha.

Verðlaun: Annað svona 2007!


Æi ég nenni ekki að gera meira. Þetta verður bara að duga. Auðvitað gerðist fullt skemmtilegt á þessu ári og líka fullt leiðinlegt en hey, við tölum ekki um leiðinlega hluti hér. Ónei.

Ég kveð!

Engin ummæli: