fimmtudagur, júní 01, 2006

Jæja

Þá er letilífið á enda. Byrja í nýju vinnunni minni bara núna eftir ca. 2 tíma og er hún staðsett í Garðabæ. Sambýli er það heillin. Get ekki neitað því að ég er soldið mikið stressuð en þetta hlýtur að koma fljótt hjá mér. Annars hleyp ég bara með skottið milli lappanna og aftur í sláttinn. Neeeeeeeei.

Það sem fyndið er að segja

Ef einhver segir við þig: "Eigum við að kíkja á fætur?" þá kíkir þú einfaldlega undir sængina hjá viðkomandi og á fætur hans. Svo er um að gera að skellihlæja. Hahaha.

Ef grínið fór ekki vel í hinn aðilann og hann segir fúll: "Eigum við að FARA á fætur?" þá er um að gera að standa upp og fara ofan á fætur viðkomandi. Svo er um að gera að skellihlæja. Hahaha.

Ef einhver hneykslast á þér og segir í biturð sinni: "Misstu þig!" þá er um að gera að missa sig og láta sig detta á jörðina. Svo er um að gera að skellihlæja. Hahaha.

Engin ummæli: