mánudagur, mars 27, 2006

Ekki datt mér þetta í hug

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


En þar sem ég drekk lítið kaffi kemur þetta mér ekkert á óvart. Borið fram í háu glasi... ég er há.

Ef ég fer til Eyja á þjóðhátíð er búið að redda mér gistingu. Vestmannaeyingar nokkrir vel blautir komu á Hereford á laugardaginn og kölluðu mig óspart Sæju pæju en það hef ég ekki verið kölluð í mörg árþúsund. Jæja. Þetta voru víst sjómenn sem komu með konurnar sínar út að borða. Einn ungur maður var ekki með konu en hann var með bleikt bindi í staðinn OG í bleikri skyrtu. Hann skrifaði handa mér miða:
XXXXXX XXXXXXX skipper á XXXX XXXX. (maður veik aldrei hver er að lesa þetta blogg) Láttu sjá þig, ég bíð spenntur. Ég á sem sagt bara að finna XXXX XXXX á höfninni og fá að gista þar. Gott að hafa svona varaskífu. Kannski að maður vippi sér til Eyja og fái að deila koju með alvöru skipper. Heldur betur.

PS. Svo var ég kölluð Jafar af einhverjum mh-stelpum. Ég kallaði þær bara Múfasa enda er Lion King miklu betri mynd en Aladín. WORD!

Engin ummæli: