Sviðasultan - persónulegra blogg
Um að gera. Ég hef ákveðið að brydda upp á ýmsum nýjungum á þessi bloggi og vil byrja á því að leyfa ykkur að kynnast mér svolítið betur með því að leiða ykkur í gegnum mitt sirka 19 ára langa líf - í máli og myndum. Ein mynd mun koma á eftir hverri færslu og já, myndirnar eru margar svo ekki örvænta. Svo er hægt að safna myndunum saman, prenta þær út og búið til dýrkunarvegg Særúnar í herberginu sínu. Minn veggur er í vinnslu. Hér kemur sú fyrsta:
Mynd 1
Þarna er ég nýfædd og pabbi minn heldur á mér. Hann skrifaði það í svona fæðingarbók sem ég átti, að þegar hann sá mig fyrst, fannst honum ég vera óskaplega ljótt og ófrítt barn. Alltaf að gretta mig og geifla. En svo fannst honum ég verða fallegri og fallegri með hverri mínútunni sem leið og síðan þá hef ég ekkert hætt að verða fallegri. Á myndinni er pabbi í hvítri forláta skyrtu með tölvuúr sem var þá ógeðslega hipp og kúl.
miðvikudagur, desember 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli