föstudagur, desember 09, 2005

Oma und Opa

Þessi færsla verður tileinkuð föðurforeldrum mínum. Síðan í gærmorgun hafa þau eiginlega ekki farið úr húsinu mínu. Þetta byrjaði allt svona:

Særún ógisslega glöð að vera búin í tussu íslenskuprófinu sínu og er að míngla við krúið fyrir framan stofuna.

Særún: "Óg ég skrifaði þúst bara: Upplýsingaöld slupplýsingaöld!"
Konrektor: "Uuu, Særún þú átt að fara heim."
Særún: "Ha?"
Konrektor: "Mér var bara sagt að þú ættir að fara heim."
Særún: "Kom eitthvað fyrir?"
Konrektor: "Þú átt bara að fara heim."

Ég trúði honum og brummaði heim með hjartað í ristlinum. Frétti svo seinna að ef ég hefði ekki verið ökuhæf hefði Hannes portner átt að skutla mér heim og vinnufélagi pabba sem er jafnframt guðfaðir minn og besti vinur pabba átti að ná í bílinn í skólann. Jæja ég kom heim og þar voru afi og amma og hafa ekki farið síðan. Ætluðu fyrst að gista heima en við systurnar neituðum. Og hvað var það fyrsta sem blasti við mér þegar ég kom heim úr þýskuprófinu í morgun? AFI! AÐ LESA MOGGANN Í RÓLEGHEITUM! Amma kom svo með köku og ég bara whut? Ertu að segja að ég sé feit? Svo ætlaði ég að ordera eina heita pözzu en nei nei, vildu þau ekki bara fá líka eina með skinku og sveppum. Það var allt í læ fyrst þau voru að splæsa. Svo bara þekkti ég stelpuna í pizzusímanum og við fórum bara að spjalla á fullu um jarðarfarir og svona. Svo prumpaði afi svo mikið yfir pizzunna. Það á ekki að gefa gömlu fólki svona nýjan mat. Núna sitja þau bara í gúddífíling að horfa á Ídolið og fara örugglega aldrei. Men!

Engin ummæli: