mánudagur, desember 19, 2005

Já ég er komin heim

og til í tuskið. Svo ég verði ekki stimpluð sem úrþvætti ætla ég að vera með þetta dæmi sem allir eru með, eða löngu búnir að vera með. Stal þessu frá henni Gyðu.

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og ég segi þér:

1. Eitthvað handahófskennt um þig
2. Eitthvað lag eða mynd sem tengist þér
3. Fyrstu skýru minningu mína af þér
4. Eitthvað sem bara við skiljum
5. Einhver spurning sem ég hef lengi viljað fá svarið við

Persónulega hornið

Mynd 3


Þarna er ég svona nokkurra mánuða, feit og pattaraleg. Ég var afar stórt barn, enda var ég kölluð súmóglímukappinn af ættingjum mínum. Hökufellingarnar í algleymingi. Mamma sagði mér einu sinni frá því þegar hún var að gefa mér barnamat í krukku og það fór matur inn á milli fellinganna. Næsta dag var ég öll rauð og brunnin eftir matinn undir fellingunum. Það er nefnilega ekkert grín að vera með fellingar.

Engin ummæli: