mánudagur, desember 12, 2005

Ég er löt og nenni ekki að læra

Þess vegna fór ég (af ástæðu sem er mér ókunn) á mbl.is, í myndasafn og prófaði að leita að öllum myndum sem tengdust nafninu mínu. Og viti menn, kom ekki bara grein sem hljóðar svona:

"Mikill heiður fyrir okkur"
Hafnfirskir unglingar nýkomnir úr tónleikaferð "Mikill heiður fyrir okkur" Það eru ekki margir íslenskir unglingar sem hafa afrekað að skemmta á sviði Disneylands í Evrópu. Það hefur hins vegar c-sveit lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar gert, en hún er nýkomin úr vikulangri tónleikaferð þaðan. MYNDATEXTI: Þorsteinn Skúli Sveinsson, Björk Níelsdóttir, Stefán Ómar Jakobsson og Særún Ósk Pálmadóttir.
[ tónlist ] 18. júlí 2001Einu sinni var maður lítill og saklaus í c-lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, nýkomin frá Disneylandi. En tímarnir breytast og mennirnir með. Væri maður ekki til í spóla aðeins til baka. Held það.

Engin ummæli: