Fyrsti í aðventu
Nei djók. Ég á afmæli. 19 ára er ég heillin. Það er ekkert spes við það að vera 19 ára. Ekkert gerist. Klukkan 12 á miðnætti fékk ég fagnaðaróp í vinnunni. Líka vinnuveitandi minn en hann á víst afmæli sama dag og ég. Það var svolítið vandræðalegt að komast að því, því að okkur kemur ekkert rosalega vel saman. Allt of ólík eitthvað. Hann er líka svona 150 kíló. En við fengum okkur saman jólahlaðborð og heita súkkulaðiköku. Það var eina skiptið sem að rassinn minn snerti stól á þessari sirka 12 tíma vakt sem ég vann í gær. Ég er að gerast vinnualki, eitthvað sem ég get ekki orðið.
Vaknaði svo í morgun við "fallegan" afmælissöng. Pabbi var svo indæll að fara í slopp þannig að hann var ekki á nærbrókunum einum fata eins og öll hin árin. Elskan hún systir mín var búin að baka handa mér og gaf mér nærfatasett. Foreldrarnir gáfu skartgripi og seinna á ég eftir að fá stóran hluta í stóru rúmi sem mér veitir ekki af. Það gamla rúmar ekki tvo. Svo sögðu þau mér að koma niður í kjallara og að ég ætti að halda fyrir augun. Ég hugsaði með mér: "Jess, þau eru búin að kaupa rúmið!" En nei, ég fékk eitthvað miklu betra. Systir mín er þá búin að vera í 2 vikur að búa til rosalegt sjóv í tölvunni með myndum af mér þegar ég var lítil og til dagsins í dag. Það var svo sætt. Dagurinn fer svo í það að gera latínustíl og undirbúa bekkjarafmælið sem verður í kvöld. Mætingin verður í slappari kantinum því það eru víst próf á morgun.
Ich habe Geburtstag. Ja ja!
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli