laugardagur, september 17, 2005

Jájá

Ég er búin að jafna mig frá því að ég tjáði mig síðast á þessu blessaða bloggi. Ekki hafa áhyggjur. Það sem hjálpaði mér mest var bekkjarhittingurinn í gær og verslunarferðin í dag. 6.A hittist í gær hjá henni Gretu og við borðuðum góðan mat, spjölluðum, hlógum, horfðum á Eurotrip og hlógum ennþá meira. Hlógum mikið að þeirri tilhugsun að tveir af kennurum okkar væru að rugla saman reitum. Já ég dýrka bekkinn minn. Verlsunarferðin í dag var líka vel heppnuð. Oft kaupir maður það flottasta þegar maður er einn og að flýta sér. Náði allavega að eyða 20.000 kjelli á hálftíma sem er nýtt met. Keypti kjól og það eru ár og dagar síðan það gerðist síðast. Hann er fjólublár og glansar. Fór samt ekki í honum í áttræðisafmælið hans afa áðan. ALltof fínn fyrir það. Ég sá í afmælinu hvað fjölskyldan mín er lítil. Ég er eina barnabarnið á mínum aldri og þessvegna leiddist mér bara. Fór þá bara í Smárann. Á morgun þarf ég svo að hitta einhverja krakka úr vessló. Ullabjakk.
Annað tölublað Loka kemur svo út á mánudaginn. Betra blað en síðast ef ég á að segja eins og er. Fullt af myndum og rugli.

Engin ummæli: