laugardagur, september 03, 2005

Geðveikt fyndið eitthvað!

Fór á Gaukinn í gær í fyrsta skipti síðan Júróvisjón-kvöldið fræga. Það var nú örlagaríka kvöldið maður. Fór á blössfyllerí, mamma ansi tipsy á kantinum, mér var hrint niður stiga, var sökuð um næluþjófnað, lenti í slag, hösslaði svo feitast og var hössluð svo feitast. Þá var hún Oddný líka með mér en ekki núna. Hún flaug til Ítalíu í gær og verður þar í rúmt ár. Helvítis tíkin! En ég á eftir að sakna hennar svo mikið. Búhú!

Ég er komin með svo mikla bjórbumbu. Ein Bierbauch. Un vientre de cerveza. Pancia della birra. Bier buik.

Ég hló svo mikið í gær en ég veit ekki af hverju. Kannski af því að ég sendi einhverjum í símanum mínum 8 tóm sms. Nei. Ef til vill af því að ég var kosin ritari 6. bekkjarráðs með því að kasta pening. 4 embætti þetta árið, þakka þér. Nei. Æi ég man ekki.

Engin ummæli: