föstudagur, september 23, 2005

Einu sinni

vildi ég alltaf vera strákur. Það var eiginlega bara ein ástæða fyrir því: svo ég gæti pissað standandi. Hafði oft lent í því að pissa á buxurnar þegar að ég pissaði á hækjum mér út í móa á mínum yngri árum. Svo skildi ég aldrei hvað strákar gera þegar að þeir þurfa að pissa og kúka í einu. a) Pissa standandi og svo þegar að lollinn er farinn að ulla, þá setjast strákarnir á setinu. b) Gera bara bæði sitjandi og þá fer allt út um allt. Ég hef ekki enn fundið svarið við þessu og upp á síðkastið hef ég ekki mikið verið að leita. Ég skal bara leyfa karlpeningnum að hafa þetta útaf fyrir sig. Nema að einhver þarna úti vilji endilega tjá sig um þetta. Það er víst tjáfrelsi á þessu skeri. En núna er ég bara ánægð með að vera stelpa, jafnvel þótt ég þurfi að pissa út í móa og að Rósa frænka komi mánaðarlega í heimsókn. Það er allavega skárra en að þurfa að glíma við ofangreint vandamál.

Engin ummæli: