fimmtudagur, september 29, 2005

Überhress!

Nei eiginlega ekki. Var að fá sorgarfréttir. Fréttir sem munu hafa mikil áhrif á líf mitt. ÞAÐ ER HÆTT AÐ FRAMLEIÐA MANGÓ OG APRÍKÓSU BIOMJÓLK! Mín helsta uppistöðufæða er dáin. Farin og kemur aldrei aftur. Er einhver ástæða til að lifa áfram?!?! NEI! Hvar er byssan? Vatnsbyssan? Ég mun sko senda harðorðað bréf í Velvakanda. MS mun fá að finna fyrir því. Og hvað er það að setja á markaðinn vanillubiomjólk í staðinn fyrir þá bestu? Ég er svo frústreruð að ég á ekki til aukatekið orð. Best að slútta þessu áður en ég segi eitthvað sem ég mun sjá eftir.

Engin ummæli: