föstudagur, júlí 29, 2005

Jamm og jú

Það eru víst 5 dagar í'etta. Mín búin að kaupa allt sem til þarf og er reddí steddí. Í gær fékk ég þessa skyndilegu þrá til að fara til Eyja en hún Vala átti nú sinn þátt í því. Auðvitað er bara rugl að skipuleggja eitthvað svona með stuttum fyrirvara en ég er bara svona flippuð. En málið er að ég tók vaktirnar hennar Völu á Hereford því hún var að fara til Eyja en ekki ég. Ég er svo mikill öðlingur. Og núna get ég ekki fengið frí. En það er önnur þjóðhátíð eftir þessa. Vona ég.

Ég fór á mitt fyrsta pöbbarölt í Hafnarfirði í gær. Kíkti á Hansen í fyrsta skipti og ég varð hissa. Bjóst bara við gömlum köllum en nei nei, þetta var bara eins og að vera á Grunnskólahátíð í 9. bekk. Kannaðist við fullt af fólki en ekki nóg til fara og tala við það. Svona er að byrja í skóla í Reykjavík og missa allt samband við heimabæinn. Hitti hann Björn sem er 55 ára og sköllóttur. Hann sagði að ég væri mjög falleg kona. Tók svo kast á nýjasta stolkerinn minn. Sagði honum að ég væri sko engin hóra eða brunddolla. Og þar með losnaði ég við hann. Fór svo í garðteiti í götunni minni. Þar voru teknar erótískar myndir og hár var blásið inni á baði. Og af því að ég nennti ekki að labba þessi nokkur skref sem voru heim til mín, sótti Einar mig. Haha. En honum fannst það ekkert fyndið.

Fólk mætti nú alveg vera duglegra við að kommenta. Ha...

Engin ummæli: