miðvikudagur, júlí 13, 2005

Það er rússnesk stelpa að vinna með mér. Um daginn sagði hún við mig: "Þú vera svo sæt! Þú bara geta verið módel fyrir stór föt." Segir sú sem er búinn að losna við 10 kíló af því að hún svelti sig.

G! festival í Færeyjum þarnæstu helgi. Mig langar að fara. Hver vill ekki sjá sveitir á borð við Holgar og villmenn, Páll Finnur Páll, Spælimenninir, Knút Háberg Eysturstein, Tónabond yvir hav, Hjördis og genturnar, Afenginn og Vágaverk v/ Jóan Jakku og Sámal? Svei þér ljóshærði fagri maður sem ert að fara!

Engin ummæli: