mánudagur, júní 13, 2005

Tólarústarinn Særún

Það nafn hef ég fengið í vinnunni. Gaman er hversu tvírætt nafnið er. Eftir aðeins tveggja vikna starf sem slátturdrottnig Hafnarfjarðar hefur mér tekist að stúta þremur sláttubílum á svona stuttum tíma. Fyrsta daginn fór reim og það fyrir hádegi. Núna á föstudaginn náði ég að gera gat á annaðhvort bensín- eða olíutankinn með ótrúlegum hætti og í dag sprengdi ég dekk, eitthvað sem er afar sjalgæfur hlutur. Það á víst að draga þetta af laununum mínum. Ég er því komin í 3 milljónir í mínus. Jæja, ætli ég neyðist ekki til að hætta við útskriftarferðina svo ég eigi nú fyrir þessu öllu saman. Seiseijú!

Ég fékk afar skemmtilegt póstkort áðan, alla leið frá Köbenhán. Ég bjóst nú við að fá mynd af nautshreðjum en nei, ég fékk bara kínverska stelpu. Það er greinilega bara ég sem sendi póstkort með mynd af kynfærum dýra.

Ég er farin að prjóna peysu í ruslahaugnum garðinum mínum. Fyndið að prjóna úr ull í sól. Hahaha!

Engin ummæli: