sunnudagur, júní 26, 2005

Mér líður ekki vel

og það er mér að kenna. Mér líður það illa að ég ætla að tala um lopapeysuna sem ég er að prjóna. Búin með búkinn og ermarnar sem ég þurfti að lengja því ég er löng-u búin að fá nóg af öllu saman. En af því að mér tekst aldrei að gera neitt rétt og skynsamlegt, treysti ég mér ekki í að prjóna axlarstykkið án hjálpar. Líf mitt og peysuprjón eiga margt sameiginlegt. Fullt af lykkjuföllum og endalausum götum. En það er til uppskrift af peysu. Ekki til uppskrift af mínu lífi. Nema að einhver hærra settur sé búinn að búa hana til og að ég sé að fara eftir þeirri uppskrift í þessum pikkuðu orðum. Það mætti segja að ég sé búin að týna prjónunum mínum og þess vegna get ég ekki haldið áfram með lífsins peysu. En prjónarnir munu koma aftur í leitirnar þegar að þeir koma heim frá sólarlöndum. Þetta er niðurdrepandi raus og því set ég punktinn hér. En ég hef tekið eftir því að fólki finnst oft gaman að lesa um vesæld annarra manna. Það hlakkar í þeim þegar það sér að það er til fólk sem líður verr en þeim líður. Ég vona því að þið hafið haft gaman af minni vesæld.

Engin ummæli: