miðvikudagur, maí 25, 2005

Sumarið er komið

með öllum sínum gylliboðum og -næðum. Skólinn bíður rólegur í zirka 3 mánuði og tekur þá á móti manni með opnum örmum. Ekki þarf ég að þreyta 5. bekk aftur að ári enda fékk ég hinar ágætustu einkunnir. Er þó sérstaklega ánægð með 9-urnar þrjár í latínu, spænsku og íslenskum stíl. Allt er gott þegar þrennt er. Það sem eftir var voru 8-ur og gleðst ég einnig yfir þeim. Skólaárið hefur liðið sem bugðulækur sem rennur meðfram bökkum sínum en inn á milli hefur leynst óróleg alda sem lét ekki af hótunum sínum fyrr en allt var komið í kurríró. Hér kemur smá samtíningur um liðið skólaár:

Fyrir jól: Jájá, þá kom eiginlega sjokkið. 6 tímar í latínu á viku og 6 tímar í spænsku. Nýir krakkar í bekknum mínum þar sem við komum aðeins 3 úr gamla 4.B. Með tímanum náði ég þó að melta pakkann og útkoman var dásamleg. Byrjaði að vinna með skóla í fyrsta skipti og vandist það fljótt enda vinnutíminn afar þægilegur. Drykkjan hefði mátt vera minni, viðurkenni það alveg. Strákavesenin hefðu mátt vera færri, viðurkenni það alveg. En allir hafa sínar þarfir, stórar sem smáar. Varð nú ekki fyrir neinu stóru áfalli sem er ágætt.

Eftir jól: Æi bara eins og fyrir jól nema meira stress í gangi. Námsleiði af hæsta stigi eftir jólafríið en fljótt komst ég yfir hann. Hoppaði bara hátt. Partý hverja helgi og stundum á virkum dögum. Latínupartý. Strákavesen, jújú það koma alveg fyrir en þar sem ég hef engar tilfinningar (eða það halda strákarnir) lét ég það um eyru þjóta. Varð fyrir áfalli. Féll og sagði "á". Sem sagt á-fall. Já og svo varð ég svo fyndin eftir jól. Reytti af mér brandara eins og krakkar reyta arfa í unglingavinnunni. Og hér sit ég að hlusta á Diskó friskó með bláan i-pod mér við hlið og sé ekki eftir neinu. Nema kannski... nei það var svo sem allt í lagi að hafa sofið hjá gaurnum þarna. Haha, ég að sofa hjá? Oj aldrei.

Sem sagt, mín er sátt og hefur hátt í alla nátt. Takk fyrir skólaárið krakkar mínir, ég elska ykkur öll!

Engin ummæli: