mánudagur, maí 16, 2005

Bíó

fór ég í í gær. Ferðabók puttalangsins um alheiminn varð fyrir valinu. Ég og viðhaldið urðum vitni að afar skemmtilegum pælingum nokkurra fyrrverandi MR-inga um tilgang poppsins. "Ég meina, maður kaupir sér alltaf popp en klárar það ekkert alltaf. Til hvers?" Já það er greinilegt að allt gáfaða fólkið kemur úr MR. Ég skemmti mér konunglega en hló þó mest yfir litlum atriðum sem komu myndinni lítið við eins og þegar að einhver geimgaur missti af strætó. Þá hló ég mest.

Ég legg niður eyrun eins og geðstirður asni sem ber þunga byrði.

Engin ummæli: