mánudagur, febrúar 07, 2005

Ég heyrði alveg ógeðslega fyndinn brandara um daginn:

Hvernig vigtarðu selsunga?

- Með kópavog!

Úff hvað ég hló lengi og mikið og leið þúsund sinnum betur eftir það. Fyndið að hlátur rímar við grátur. Haha.

Ég var að kaupa mér svo flotta skó áðan fyrir árshátíðina. Mmm nammi namm. Þeir eru svo girnilegir að ég gæti étið þá. Á þeim verður tjúttað þótt á hælum þeir séu. Ég get því leitað uppi truntuna sem steig á mína rist (ekki brauðrist) á síðustu árshátíð og traðkað vel og rækilega á henni. Verð bara að vona að hún sé ekki í skóm með stáltá eða sé á túr og lemji mig í köku.

Ógeðiskokkurinn eykur ógeðleika sinn með hverri vaktinni. Á föstudaginn spurði hann mig hvort ég ætlaði ekki að taka hann með mér á næsta ball. Reiknaði með að hann væri að djóka og því sagði ég að hann mætti vera dræverinn minn. Á laugardaginn var mælirinn fylltur. Hann bauð mér í bíó og í þetta skipti var ég viss um að hann var ekki að grínast. Ég fór í kleinu og sagði það fyrsta sem mér datt í hug: að ég þyrfti að læra. Maðurinn er að nálgast fertugt og gæti þess vegna verið pabbi minn. Blööö!

Engin ummæli: