fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Aldrei hef ég orðið svo skelkuð

Ég sat í makindum mínum yfir imbanum, japlandi á ridds-kjeggsi. Heyrði ég því næst hamagang á neðri hæðinni en kippti mig ekkert upp við það því hamagangur er algengt fyrirbæri á heimili mínu. Síðan ruddust upp í stofu 4 hettuklæddar verur í skíðaúlpum og sást ekki í andlit þeirra. Verurnar settust í sófann á móti mér og horfðu á mig (geri ráð fyrir því) Ég horfði á móti með skelfingarsvip og fór að pæla í því hvar falda myndavélin væri. Ég hafði ekki hugmynd um hverjir þetta voru því vinir mínir eru ekki svona litlir og ganga ekki í nælonsokkum eins og önnur veran gerði. Sökum skelfingu ákvað ég að flýja niður og ná í hjálp en verurnar eltu mig. Síðan tóku þær upp á því að opna ísskápinn og drekka mjólk og safa af stút. Þá kom systir mín upp og varð jafnhissa og ég. Ég sagði við hana að það væri einhver í húsinu okkar. Hún sagðist sjá það. Afi kom næst röltandi inn og fattaði ég þá hverjar verurnar voru. Þá var þetta systir hans pabba sem er búsett í Noregi og börninn hennar þrjú sem voru að koma í óvænta heimsókn sem enginn vissi af. Fagnaðarlæti mikil urðu þá. Já helvíti var þetta sniðugt uppátæki. Eftir á. Ég ætla alltaf að læsa útudyrahurðinni eftir kl. 8 á kvöldin hér eftir. Maður veit aldrei hvaða hettuklæddu verur búa í myrkrinu.

Engin ummæli: