mánudagur, janúar 10, 2005

El tampón

Ræðukeppni á miðvikudaginn. Mitt lið mun keppa við 4. bekkjarlið. Ég sagði í fyrra að ég ætlaði aldrei aftur að taka þátt í ræðukeppni og er ég eiginlega að standa við það því ég er liðstjóri og liðstjóri þarf voðalítið að tala. Liðstjóraræðan mín er kreisí ef ég á að segja eins og er og ég segi alltaf eins og er. Komin með fullt af svörum eins og t.d.: "Ef ég væri með typpi, myndi ég kokkslappa þig á ennið því að..." Svo á eftir að klára svarið. Umræðuefnið er Ofbeldi (þó ekki kynferðislegt) og erum við með. Það er alltaf gaman að vera með vonda kallinum. Svona eins og hýenurnar í Lion King sem héngu utan í Múfasa sí og æ. Bara allir að mæta í Cösu á miðvikudaginn kl. 3 og verða dáleiddir af mætti ofbeldisins.

Engin ummæli: