sunnudagur, desember 12, 2004

Teiti

Í gær var haldið teiti á heimili mínu. Tilefnið var fimmtugs afmæli bróður hans pabba en hann er einstæður, á litla blokkaríbúð og fékk því að halda upp á herlegheitin heima hjá okkur. Keypt var bús fyrir 80.000 pjéninga og fullt af mat fyrir ennþá meiri pjéninga. Teitið samanstóð af fólki í kringum fimmtugt, mér og tvítugri frænku minni. Planið var nú að drekka ekki fyrst að ég er í prófum og svona en vitaskuld fór það um þúfur því að ég var alveg á geitinni. Sveinsína, áttræð frænka mín, þurfti endilega að fara að spurja mig um framtíðina en sökum Bakkusar kom ég engu gáfulegu út út mér. Pabbi var hress eins og alltaf. Sagði rosalega oft við mig: ,,Ertu sátt? Ef þú ert sátt við mig, þá er ég sátt við þig. Nei sáttur." Svo bað hann mig um að kenna sér að heilsast eins og rapparar gera. Hann sýndi mér hvernig hann myndi gera það og það var frekar önkúl. Rann svo allsvakalega úti í garði en það var reykingarstaðurinn og rann beint í alla öskuna. Og auðvitað þurfti ég að vera í hvítu pilsi og síðast þegar ég var í þessu pilsi á árshátíð hér um árið, settist ég í munntóbaksskirp. Þetta er því svo sannarlega óhappapils. Svo kom frændi minn með nýju fótboltakærustuna sína sem var í versló. Og auðvitað lét ég hana vita að ég væri í MR og spurði hvort við ættum ekki að fara í bidsfæt. Hún tók vel í það og veltumst við um gólf í nokkurn tíma. Svo fór allt fólkið í yngri kantinum og kl. 12 sofnaði ég í öllum fötunum í sófanum. Það varð rosalega mikið eftir af áfengi og frændi asnaðist til að kaupa 2 kassa af Breezer. Það var voðalítið drukkið af því þannig að hann gaf mér það sem var eftir: 12 flöskur. Það verður því feitt Breezer fyllerí á næstunni þótt að ég sé ekki sátt við þennan drykk. En það má með sanni segja að þetta var afar athyglisvert kvöld. Ég bara get ekki sagt annað.

Engin ummæli: