miðvikudagur, desember 29, 2004

Kona

Einkennisorð mín þessa dagana eru: Girl, you'll be a woman soon, en það er einmitt lag sungið af Neil Daimond og seinna af Urge Overkill, eða öfugt. Hvort kom hænan eða eggið fyrst? Enginn veit fyrir víst. Ástæðan fyrir því er óviss. Ég bara finn þetta á mér. Eggjastokkarnir eru svo þroskaðir eitthvað og kvenhormónið fyllir vit mín af vitund um kvenleika minn. Ég hef alltaf verið mjög óánægð með að hafa stórar mjaðmir þangað til núna en það hefur vitaskuld sína kosti að vera stórmjaðma. Ég er kvenlegri í vexti fyrir vikið og svo get ég borið margan krakkann undir belti án þess að afskræmast líkamlega eftir á. Þannig að ég bíð bara eftir að ég verði kona að fullu og þegar það móment kemur, þá veit ég það. Ég held að það sé svipað því að stór bomba bombist inn í leginu og svo fari maður á megatúr eða eitthvað svoleiðis álíka. En ég bíð spennt og læt ykkur vita þegar það gerist.

Ath. Ég er laus á Gamlárskvöld ef einhver vill fá trúð í partíið sitt.

Engin ummæli: