þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Mean Girls

Af hverju í ósköpunum eyddirðu 1 1/2 klukkutíma í að horfa á þessa mynd? Af hverju Særún, af hverju?

í þessum pikkuðu orðum er móðir mín að taka upp jólaskrautið. Það verður nefnilega allt jólaskraut að vera komið upp fyrir fyrsta í aðventu en hann er núna á sunnudaginn. Hún er samt löngu byrjuð því að í síðustu viku bakaði hún piparkökur, gerði heitt súkkulaði og lét okkur drekka úr jólabollunum okkar en hver og einn fjölskyldumeðlimur á sinn jólabolla. Á mínum stendur: Mom gave me this cup. Hún kláraði líka handgerða aðventukransinn í október og heimatilbúna pappírinn fyrir jólakortin í byrjun nóvember. Ekki halda að hún sé klikkuð, ónei, hún er bara svo mikið jólabarn.

Kosningar á morgun fyrir útskriftarferðina. Mexíkó, (hvítar strendur við Karabíahafið og áfengið drýpur af pálmatrjánum) Krít, (rústir) eða Slóvenía? (nýkomið úr stríði, eða eitthvað) Erfitt val.

Engin ummæli: