miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Kaldhæðni

Í gær fór ég á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit áhugamanna en samt hef ég engan sérstakan áhuga á sinfóníuhljómsveitum.

Svo er ég líka að fara að spila með Kammersveit Hafnarfjarðar en hann Kammer er hvergi sjáanlegur.

Ég er svo upptekin alltaf hreint. Það er alltaf verið að taka mig upp úr gólfinu.

Engin ummæli: