fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Handriði

Snjómaðurinn Handriði leit dagsins ljós í gærkvöldi (það er reyndar ekki hægt að líta dagsins ljós á kvöldin)í garðinum mínum. Hann er með risastórt ístyppi í lóðréttri stöðu og það er ástæða fyrir því. Fyrir framan hann er nefnilega 32" sjónvarp með allsberri snjókellingu á skjánum. Hafandi dáðst að Handriða í eilitla stund, lögðu stúlkurnar 3 leið sína í Lárubrekku með snjóþotu í annarri og vettling á hinni. Svo þegar ég kom heim, þá var hundurinn minn búinn að pissa á Handriða. Það mun ég aldrei fyrirgefa.

Engin ummæli: