mánudagur, september 27, 2004

Í gær skrifaði ég þessa þrusuritgerð fyrir íslensku um lýtaaðgerðir. Hún var allsvakaleg ef ég á að segja sjálf frá og mun hann Óli Odds eflaust fella tár yfir henni. Ég sagði nefnilega frá minni hrikalegu reynslu þegar ég fór í slíka aðgerð í 10. bekk, sagði frá öllum sársaukanum, niðurlægingunni og þar fram eftir götunum. Ég sagði frá því þegar að vinir mínir komu í heimsókn á meðan á bata mínum stóð. Þeir höfðu víst gleymt því að ég væri að fara í aðgerðina og þegar ég kom til dyra með túrban, fóru þeir að hlæja og spurði hvort það væri öskudagur. Ég skellti bara á þá og lagðist í þunglyndi. Ég hlýt að fá einhver samúðarstig fyrir það. Ég gleymdi samt að segja frá því að í þessa viku sem ég var að jafna mig, gat ég ekki brosað neitt því það togaði í einhverja sauma. Ég þurfti því alltaf að taka munninn einhvern veginn saman til að hindra hláturinn. Það var því lítið gleði þessa viku, nema þegar að vinkonur mínar komu og spiluðuð fyrir mig lag úti í garði og gáfu mér sólblóm. En ég mátti ekki brosa, ónei.

Þetta var súra færslan, svona í tilefni súrs nýs útlits. Eignarfalls s-in flæði um allt eins og hunang á engi.

6 ummæli:

Haukur11 sagði...

Já hvað er málið með nýja lookið?

Særún sagði...

Tjah, ég varð bara skyndilega svona sexý.

Kristján sagði...

Hvernig lýtaaðgerð áttirðu að hafa farið í?

Særún sagði...

haha, það veit enginn nema ég! Og þetta er alveg dagsatt

Guðný sagði...

þú ert nú ekki kölluð eyrnaslapi fyrir ekki neitt!

Særún sagði...

Þetta er nú bara memories!