föstudagur, ágúst 27, 2004

Vinnukvöl

ég byrjaði í nýju vinnunni minni á steikhúsinu Hereford í gær. Ég er í kjánalegri skyrtu. Á fyrsta hálftímanum náði ég næstum því að skera af mér puttann... með sprittkerti. Það fossblæddi og ekki var til neinn plástur á vinnustaðnum. Það ætti nú bara að kæra það. Ég var strax sett í að taka við pöntunum og gekk það vel. Klúðraði bara einni pöntun.

James Brown

á morgun. Þeir sem munu leggja leið sína þangað er velkomið að mæta á heimili mitt (allir ættu að vita hvar ég á heima) í kjallarann um 4-5 leytið í smá fyrirteiti og er skylda að koma með áfengi. Og ekki er það nú verri ef komið er með líka fyrir mig. Sá sami fær stóran plús í kladdann frá mér. Á staðnum verður Rod Stewart að hitta upp og svo hinn víðfrægi leikur Singstar. Síðan verður trallað upp í höll og allar kynlífmaskínur settar í gang. Pabbi á glænýja tösku. Þetta er manna manna heimur. Ég er sálarmaður.

Viðvörun

Ekki láta teikna á handarbak ykkar kall að kúka með bleikum uni ball penna. Það er ekki hægt að ná því af. Bara svona... að láta vita.

Engin ummæli: