fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Stöðuhækkun

Það sem eftir er sumarsins verð ég á hlussusláttuvélarbíl að slá gras Hafnarfjarðarbæjar. Fyrsta skiptið mitt var í gær og fór ég hamförum á tryllitækinu. Fyrst voru ég og Kristín að slá fótboltavöll og misskildi ég leiðbeiningarnar heldur betur. Ég átti auðvitað að slá við hliðina á henni en ég fór beint fyrir aftan hana og sló þá aftur yfir það sem hún var búin með. Þetta fattaðist þó ekki fyrr en við vorum búnar að slá allan völlinn. Ykkur fyndist þetta fyndið ef þið væruð sjálf að slá gras. Ég klessti líka oft á hluti þegar ég var að keyra milli staða, spenningurinn og sæluvíman var svo mikil. Síðan byrjaði reykur að streyma úr vélinni og brennslulykt gaus upp. Ég hélt hreinlega að vélin væri að fara að springa og var því tilbúin að fleygja mér í jörðina eins og í bíómyndinum þegar sprengingin myndi koma. En þess þurfti ég ekki því einhver blessuð reim slitnaði bara og sprengingin átti sér ekki stað. Þetta gekk nú betur í dag, mun betur. Ég er vinnunörd.

Ég fékk loksins bréf frá Tannálfinum í Danmörku og þakka ég honum fyrir það. Hló ég vel og lengi þegar ég heyrði söguna um sæðið í hárinu. Ojájá. Takk fyrir bréfið kæri tannálfur! Gefion plojer Sjælland fri. Það lærði ég nú í Snorra-Eddu.

Ég mæli eindregið með myndinni Shaun of the dead ef þið viljið hlæja ykkur máttlaus. Og ekki skemmir að hafa með sér fallegt og frítt eintak af gagnstæða kyninu.

Engin ummæli: