föstudagur, ágúst 20, 2004

Ofsjónir

Ég sé ofsjónir. Template-ið á síðunni er komið efst á síðuna. Þetta er svo raunverulegt. Alveg eins og þegar mér dreymdi í nótt að ég væri ólétt af þríburum eftir vinkonu vinkonu minnar.

Markmið helgarinnar

Að gera þessa helgi að fyrstu og einu áfengislausu helgi sumarsins. Ég hef meira að segja mætt í vinnuna á elliheimilinu með áfengi í blóðinu. Það ætti að kæra mig. Bobbinn við markmiðið er bara sá, að það er menningarnótt á morgun. Þetta verður því erfitt en ég mun rembast við það eins og lóa upp við kjallarabollu. Ekki freista mín, takk fyrir.

Crazy hair-doo

Komin með brjálað dú sem kostaði sitt. Mikil breyting og ég fílaða.

Bíltúr

í Mosfellsbæ að leita að girðingu er sko lífið. Sérstaklega þar sem það er ég sem er akandinn.

Engin ummæli: