sunnudagur, ágúst 15, 2004

Heillaóskir

Ég vil óska foreldrum mínum til hamingju með sykur- og járnbrúðkaupsafmælið sitt í dag. Upp á það var haldið með pallabyggingu í garðinum og Húsasmiðjuferðum.
Ég gleymi því nú seint þegar þau giftu sig á þessum degi árið 1998 og ég spilaði My heart will go on á hornið mitt í ljósbláum kínakjól í athöfninni. Og mamma fór að hágrenja þegar ég byrjaði að spila og öll fína málningin fór í klessu og lak í upphlutinn hennar. Svo í þokkabót fékk hún hrísgrjón í augað því grjónunum var ekki kastað laust, heldur var þeim þrykkt. Greyið mamma var því með rautt auga í veislunni og óhöppin eru ekki búin enn. Gamall vinur hans pabba var beðinn um að taka myndir og hann notaði óvart gamlar filmur og þegar myndirnar komu úr framköllun sást í bakgrunninum á öllum myndunum, myndir af rakettum og jólaboðum vinarins. Myndirnar voru því ónýtar. En þau eru hamingjusamlega gift í dag og það er það sem skiptir máli, ekki upphlutir, augu eða ljósmyndir. Vá, þetta var fallega sagt af mér.

Helgin

er þokukennd. Ég vaknaði í morgun með skröpuð hné og margar flíkur voru götóttar. Svo voru skórnir mínir grútskítugir en samt fór ég nú bara í miðbæ Reykjavíkur. Ef einhver hefur upplýsingar um hvað í ósköpunum ég var að gera, þá væru þær vel þegnar.

Engin ummæli: