sunnudagur, júlí 25, 2004

Leti leti leti! Leti alla tíð!

Leti hrjáir mannskapinn enda er sunnudagur í dag. Ég fór að vinna í morgun á elliheimilinu og viti menn, dónakallinn reyndi að afklæða mig með litlum árangri. Leiðinlega, fertuga konan sem lítur út eins og kall og býr enn hjá foreldrum sínum tók kast í dag af því að einn íbúi heimilisins kallaði hana brjálaða kynskiptinginn Helga en hún heitir einmitt Helga þessi kona. En hjá honum heitir hún Helgi.

Á föstudaginn í vinnunni fann ég geitungabú eða geitungabúið fann eiginlega mig. Ég var að taka upp grashrúgu þegar ég sá einn geitung koma úr holu. Á eftir honum komu um 20 geitungar (talan hækkar alltaf í hvert skipti sem ég segi þessa sögu) og flykktust að mér. Í skelfingu minni hljóp ég eins hratt og ég gat, öskraði og henti af mér skærgula vestinu á mettíma. Vestið varð svo allt morandi í geitungum og ég slapp með núll stungur. Ég held að ég hjartað í mér hafi misst úr nokkur slög því ef það er eitthvað sem ég er hrædd við, þá eru það geitungar. Segjum sem svo að ef það væri til hryllingsmynd sem myndi heita "The goat-youngs strike back!" þá myndi ég ekki geta horft á hana. Skemmtilegt innlegg Særún!

Ég er sökkandi bloggari!

Engin ummæli: