þriðjudagur, júlí 27, 2004

Hvað er fyndnast?

1. Að vera stungin/n af býflugu.
2. Það er strákur að vinna með mér sem heitir Þór og er í Krossinum.
3. Að eiga börn sem heita Högni og Læða.
4. Að taka 2 hrífur, binda þær saman svo þær myndi kross og leika svo krossfestingu Krists á miðju hringtorgi.
5. Systur minni finnst allt vera bútasaumsteppi.
6. South Park þátturinn þar sem hönd Cartmans breytist í Jennifer Lopez og Ben Affleck verður ástfanginn af höndinni.
7. Að gefa vinum sínum karlkyns g-streng með glimmer.
8. Engisprettubrandarar.
9. Að kýla fólk í hnakkann.
10. Gamall kall er að labba og sér svo hrúgu af unglingum í skærgulum vestum á víðavangi. Hann hugsar með sér: ,,Djöfulsins helvítis letibykkjur alltaf hreint í þessari bæjarvinnu! Hrumf!" Svo voru unglingarnir bara dauðir allan tímann!
11. Að lita augabrúnir móður sinnar óvart með ónýtum lit og augabrúnirnar verða bláar.

Engin ummæli: