fimmtudagur, júní 17, 2004

Kallið mig Sæhúni

því það heiti ég í Ghana. Í gær barst mér bréf númer 11 frá Ghana. Já, það fyrsta barst mér þegar ég var í 7. bekk og hafa þau streymt inn um bréfalúguna síðan. Einhver ghanverskur piltur hefur grafið heimilisfangið mitt upp fyrir mörgum árum síðan og síðan dreift því út um Ghana, bara svona upp á grínið. Nafn mit hefur greinilega breyst við alla dreifsluna á heimilisfangi mínu og heiti ég núna Sæhúni Os. Það er alltaf gaman að skipta um nafn svona einstaka sinnum. Bréfin eru hvert öðru fáránlegri en þetta bréf toppar allt. Ég ætla að gefa ykkur smá sýnishorn:

Dear Sæhúni

When I took my golden pen to write to you, wind started blowing, trees started shaking, birds started singing. That means the love I have for you will never end.
First of all, let me give thanks to the almighty God for seeing another day. By the way, how is your present condition of health? I hope by the grace of almighty God everything is moving on smoothly as I'm here in Ghana.
To set the ball rolling, I will first of all introduce myself to you. Owusu Philip is my name and at the age of 16 years and black in complexion with round eye. My hobbies are: visiting the library, writing of letter and many more. My native language is Ghanian and currency is Cedis and what about you? Ghana is a nice place to see but at ward to welcome letter Philip Owusu. Do you live in a house made of snow? Send me your picture.

Your best friend - Philip Owusu


Þetta er svolítið mikið brjálæði. Hann biður samt ekki um úr, vasareikni eða liti í fyrsta bréfinu. Það er eitthvað nýtt. Ghanafólk er svolítið á kantinum - á vitlausa kantinum, það er alveg víst.

Jæja, skrúðganga á eftir og svo landsmót lúðrasveita í Vestmannaeyjum um helgina. Haha, eyja full af nördum! Gleðilega hátíð krakkar mínir!

Engin ummæli: