fimmtudagur, júní 10, 2004

Ég er á lífi!

Ójá gott fólk. Ég prísi mig sæla fyrir að vera að pikka inn þessi orð sem þú, lesandi góður, ert þessa stundina vonandi að lesa því ég komst heil á húfi úr mínum fyrsta ökutíma. Og ég sem hélt að ég myndi enda líf mitt í skurði eins og ég var næstum því búin að gera hérna um árið. Ég og Óli hressi, ökukennarinn minn vorum sammála um það að Álftanes er sveit en það er Hafnarfjörður ekki. Hann sagði að ég væri þrusugóður dræver þrátt fyrir að þetta var mitt fyrsta skipti sem ég keyrði svona tegund af bíl (sjálfskiptur/beinskiptur... get aldrei munað þetta) En ég var að pæla svona í tilefni dagsins. Hann Óli sagði mér að samtals myndi þessi prófpakki kosta um 100.000 kr. sem mér finnst svolítið mikið meira en ég hef heyrt frá öðrum. Er ég bara að bulla eða er þetta ekki alltof hátt verð?

Ég bara spyr!Haha!

Engin ummæli: