þriðjudagur, júní 01, 2004

Fréttir af heimilinu

Sú ákvörðun var tekin hérna á Hverfisgötunni á laugardaginn að mála útidyrahurðina upp á nýtt. Þessi massíva hurð frá 1700 og súrkál hefur alla tíð verið rauð en nú átti að bæta um betur og mála hana vínrauða. Svo skemmtilega vildi til að málningin er ekki enn þornuð nú á þessum þriðjudegi og mun seint gera það. Ekki er vitað af hverju í ósköpunum. Enginn hurðahúnn, skráargat eða bréfalúga er nú á hurðinni og erum við því nokkurn veginn læst inni á okkar heimili. En sem betur fer eru 3 aðrar hurðir á húsinu.

Fréttir af tónlistinni

Einkunnir úr tónlistarskólanum bárust mér nú um nónleytið mér til mikillar gleði. Gleðilegast var þó að sjá einkunn mína í tónlistarsögu: 9,8. Þetta er því næsthæsta einkunn sem ég hef fengið fyrir ritgerð en sú hæsta var tía fyrir ritgerð sem ég gerði um Sri Lanka í 10. bekk. Ég náði bæði hljómfræði og tónheyrn og fékk 7,8 í bæði.

Fréttir af atvinnu

Atvinna er komin í hús en get ég ekki byrjað fyrr en 14. júní. Næstu dagar munu því einkennast af aðgerðar- og peningaleysi og nokkrum aukavöktum á öldrunarheimilinu. Það væri því gaman ef fólk myndi skemmta mér á meðan og væri það vel þegið. Mér finnst til dæmis alltaf gaman að sjá fólk joggla.

Engin ummæli: