sunnudagur, mars 28, 2004

Vandamálahornið

Ég á við vandamál að stríða. Þetta er ekkert lítið vandamál, onei. Vandamálið mitt er naflakusk. Ég er nefnilega með mjög einkennilegan nafla og get ég sagt að ég hef bara ekki séð neinn annan með álíka nafla og minn (ekki að ég sé eitthvað að leita). Aðrir hafa einnig tjáð mér það að þetta sé einstaklega fyndinn og skondinn nafli. Ég get togað hann út og þá stendur einhvers konar tota út í loftið og það er einmitt staðurinn þar sem kuskið heldur sig. Skrýtið finnst mér að þetta vandamál blossaði bara upp núna um daginn og hefur ekki stoppað síðan. Ég hef einnig furðað mig á því af hverju kuskið er í flestum tilfellum grátt og hvaðan það kemur. Vegir naflakusksins eru greinilega órannsakanlegir. Það væri því ágætt ef ég gæti fengið að spjalla aðeins um þetta vandamál við fleiri sem eiga við þetta sama vandamál að stríða því ég er orðin svolítið pirruð á þessu. Svo er líka alltaf gaman að vita til þess að maður er ekki einn í heiminum. Ég las samt grein um daginn í blaði um lýtaaðgerðir á nöflum sem var afar athyglisverð. Þá gæti ég látið fjarlægja totuna og sett kannski demant í staðinn. En ég ætla ekki að fara í lýtaaðgerð nr. 2 fyrir 18 ára afmælisdaginn minn. Það lítur ekki vel út á pappírum. Fólki er velkomið að pikka í mig ef það vill sjá aðskotahlutinn því ég vil með glöðu geði deila vandamáli mínu með öðrum því ég er nú tilfinningavera.

Brandari dagsins

Í tilefni þess að X-Smarties voru kosnar í auglýsinganefnd þá er þessi brandari tileinkaður Guðnýju og fleirum.

Hvað sagði Guðný þegar hún sá teiknibólu?
- Neih, smarties í bóner!

Engin ummæli: