föstudagur, mars 12, 2004

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Það er spurning sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér upp á síðkastið. Ætli það sé ekki vegna þess að fyrir stuttu var valblöðum hent í fjórðubekkinga í MR og eiga þeir að ákveða hvað þeir vilja gera í 5.bekk. Fyrir suma er valið afar erfitt og flokkast ég í þann hóp. Valið stendur milli fornmáladeildar I eða II eða nýmáladeildar I eða II. Ég er nokkurn veginn búin að útiloka fornmála I og nýmála II af skiljanlegum ástæðum og þá standa hinar brautirnar tvær eftir. Algjör óþarfi að velta því fyrir sér því í þessum pikkuðu orðum hef ég ákveðið mig... ég MUN fara á fornmáladeild II.
En þá er bara eftir að velja fjórða tungumálið. Þar sem ég er nú þegar í þýsku get ég skiljanlega ekki valið hana og því stendur valið á milli spænsku eða frönsku. Planið er að velja tungumál sem hentar minni innri konu og það verður sko erfitt. Spænska er mjög ögrandi og kynæsandi en franska aftur á móti afar rómantískt tungumál. Svo er það þýskan... það er meira svona kjánalegt greddutungumál en já, skemmtilegt engu að síður. Hvort er ég meira ögrandi eða rómantísk kona? Það er einmitt spurningin.
Líf unglinga nú til dags er ekki auðvelt. Það er fullt af erfiðum ákvörðunum og já, bara erfitt. Til dæmis klessti ég á súlu í strætó í gær. Það var erfitt og þess vegna mun ég reyna að gera það ekki aftur.

Engin ummæli: