sunnudagur, janúar 25, 2004

Ungdómurinn nú til dags...

... er genginn af göflunum. Um daginn kom ég að 12 ára systur minni í tölvunni og var hún að skoða grein á síðunni www.menn.is og fjallaði hún um munnmök. Ég spurði hvað hún væri að gera og þá fór hún bara í vörn og sagði að mér kæmi það ekki við. Mín fór bara að hlæja og sagði að stelpur á hennar aldri eigi bara að nota munninn til að tala með og borða, ekkert annað en það. Þá sagði hún að ég vissi ekkert hvað ég væri að tala um því stelpur í bekknum hennar væru byrjaðar að TOTTA stráka. Svo sagði hún orðið totta með áherslu á O eins og að hún væri nýbúin að læra þetta orð. Til að virka svolítið eins og ábyrg móðir, hélt ég niður í mér hlátrinum, sagði henni að þetta væri bara bull og að hún ætti að fara upp í herbergið sitt og hugsa sinn gang. Þegar hún var farin, ákvað ég að lesa þessa grein og varð mér hlátur um sel. Þetta er bara svo mikið bull.

Engin ummæli: