mánudagur, janúar 05, 2004

Heimurinn versnandi fer

Ég hélt upp á afmælið mitt í gær. Það skrýtna við það er að ég átti afmæli síðast árið 2003 og það fyrir meira en mánuði. Fólkið tók vel í hollustuhlaðborðið mitt og gaf skít í litla óhollustuhornið á borðinu. Snakk er ekki í tísku lengur, heldur gulrætur, gúrkur og paprikur. Svo eru pizzur heldur ekki inni heldur ítalskt brauð með pestó. Gulrótarkakan kemur einnig sterk inn í staðinn fyrir sjúkkulaðiköku. Ég held að ég hafi innleitt nýja afmælismenningu og ég get verið stolt af því.

Á tímabili var orðið ansi heitt í hamsi. Þegar um 15 ungmenni koma saman og karpa um Bush, Írak, alþingismenn og íslenska heilbrigðiskerfið getur hver sem er átt von á skjótum og kvalarfullum dauðdaga og var engin undantekning á því í gær. Um kl. 2 var fólk farið að tíast heim eftir létta öskursyrpu og höfðu foreldrar mínir legið andvaka vegna hávaða. Orðið á götunni er að það hafi verið meiri hávaði í okkur en í 40 fullum unglingum í fyrirpartýinu fyrir busaballið. Stjórnmál eru sem sagt hávær.

Núna er best að fara að klára þetta blessaða hljómfræðiverkefni og komast að því af hverju visst fólk er farið að forðast mig eins og heitan eldinn. Mér finnst þetta ekkert sniðugt og ég vil komast til botns í þessu máli!

Svar við spurningu fyrra fyrradagsins: Krakkar... auðvitað er þetta hann Mel Blanc, kallinn sem talar inn fyrir Kalla kanínu og félaga. Ég held meira að segja að nafnið hans standi neðst á myndinni. Party-poopers.

Engin ummæli: