sunnudagur, janúar 11, 2004

Halló, ég heiti Grjóni!

Það er alveg magnað hvað hrísgrjón eru merkileg. Það er hægt að búa til allan andskotann úr þeim og gott dæmi um það er morgunkornið Rice Crispies og svo grjónagrautur. Þegar ég var lítil, lifði ég á grjónagraut og hefur það bara haft nokkuð góð áhrif á mig eins og sést. En rúsínur í grautinn eru svolítið mis því að hrísgrjón og rúsínur eru ekki eins og Sonny og Cher, það get ég svo sannarlega sagt.

Ef ég eignast son, ætla ég að skíra hann Sigurjón. Svo neyði ég hann til að taka sér upp gælunafnið Grjóni og þegar vinir hans koma í heimsókn kalla ég hann alltaf Sigurgrjón og gef þeim síðan grjónagraut. Ég á eftir að vera svo góð mamma.Þetta er skólamyndin af honum Grjóna mínum. Er hann ekki sætur?

Engin ummæli: