fimmtudagur, ágúst 07, 2003

VINNUHORNIÐ!

Það sem ég heyri hvað oftast á vinnustaðnum mínum... á elliheimili:

1. “Stúlka, geturðu ýtt á takkann fyrir mig?”
2. “Þetta eru ómögulegir sokkar. Farðu bara niður í þvottahús og náðu í hnésokkana mína?”
3. “Sæl elskan. Ertu ekki í stuði? Áttu eitthvað gott að narta í... síld, hangiket eða kæfu?”
4. “Stúlka, hækkaðu höfðalagið!!”
5. “Hverra manna ert þú?”
6. “Hvar er pabbi þinn rafvirki??”
7. “Þú hefur svo fallegan prófíl!”
8. “Ha... ætlarðu að leggjast með mér upp í rúm?”
9. “Ég get ekki neitað því að kynlífslöngunin er alltaf til staðar.”
10. “Það er svo gaman að sjá þig, litla dúfan mín!”
11. "Geturðu rétt mér skæri? Ég þarf að klippa nærbuxurnar mínar í sundur."


Gamalt fólk er yndislegt!!

Engin ummæli: