miðvikudagur, ágúst 13, 2003

NÚNA ER ALLT AÐ FARA Í HUNDANA...

... því að systir mín er í fýlu útí hundinn okkar. Já það er allt ómögulegt sem hann gerir... hann pissar á hamstragrafreitinn í garðinum (beint á krossinn hallelúja!) og hann kúkar fyrir aftan hjólið hennar og hún hjólar ofan í herlegheitin. Svo áðan reif hann nýja gorma-hunda-bómullar-dótið sem hún keypti handa honum á heilar 690 kr. í gæludýrabúð en SAMT var það á tilboði (átti að kosta 890 kr.) Hún varð ekkert smá fúl, fussaði og sveiaði og öskraði á hann: “Þú átt ekki að nota alla kraftana þegar þú ert að leika þér með dótið þitt sem ég gaf þér!!” Það halda sko allir heima hjá mér að hann skilji mannamál bara rosalega vel og fari eftir öllu sem maður segir við hann.
Eins og ef maður spyr: “Hvar er pabbi?” þá kemur hann með svína-dótið sitt. Svo spyr maður: “Hvar er mamma?” þá kemur hann með belju-dótið sitt. Og maður spyr aftur: “Hvar er Særún?” þá kemur hann sko með epla-dótið sitt!! Aha! :) Þetta er talinn vera hæfileiki á mínu heimili og hundurinn skilur svo sannarlega mannamál!!!
Svo er eitt alveg gasalega furðulegt sem allir í fjölskyldunni gera... nema ég. Það er að tala fyrir hundinn. Eins og ef að hann er þreyttur segir mamma kannski: “Ég er svo þreyttur eftir stefnumótið við Snúllu í gær, riðlaðist bara á henni í alla nótt!!” og lætur eins og hann hafi bara sagt þetta. En málið er að hann sagði það ekkert! Pabbi er með meira svona: “Jó fokk off marr og látið mig í friði. Æm træíng tú slíp hjír!” Og svo hlær hann dátt að því hvað hann er fyndinn og góður í ensku!
Svo að ég víki nú aftur að samskiptaörðugleikum systkina minna, þá er þetta ekki búið. Aðalvandamálið er að ég hvert skipti sem systir mín ætlar að klappa hundinum, setur hann upp þennan þunglyndarsvip, sleikir á sér bibbann* og labbar í burtu. Já þetta er ekkert grín, höfnun kemur fólki til að gráta!
Er ekki bara málið að splæsa nokkrum tímum hjá geðlækni á liðið?? Ha...

* = orð sem faðir minn notar yfir lim, typpi, Stefán, göndul, eldflaug o.s.frv.

Engin ummæli: