þriðjudagur, ágúst 19, 2003

FRÉTTIR DAGSINS!

- Ónei... það er komin ný inneignar-konu-rödd hjá Símanum!!
- Ég ásamt öðrum er huxanlega að fara að syngja í brúðkaupi á Skagaströnd hjá fullri gæs sem varð á vegi okkar á Menningarnótt.
- Ég er byrjuð í “hljómsveit”: Gleðisveitin Ananas.
- Mamma sagði við mig áðan: “Ég drekk allt sem rennur... nema snjóþotu og skíði!!” Hahaha
- Guðný, ræktarfélaginn minn góði, á afmæli í dag!
- Einhver svaka sniðugur gerði símaat í pabba í gær, sagðist vera að hringja frá Byko og að hann hafi verið dreginn úr potti og unnið í einhverjum leik. Pabbi varð svaka glaður (því hann vinnur aldrei í neinu) og ætlaði að fara í Byko og ná í vinninginn. En þegar þangað var komið, var bara hlegið af honum og þá varð pabbi fúll.
- Frænka mín flaug til Ungverjalands í morgun í læknaskóla og verður þar í 6 ár. Ég fékk að vita það í morgun.

Engin ummæli: