fimmtudagur, janúar 16, 2003

UPPGÖTVUNARHORN SÆRÚNAR!

Uppgötvun #1: Froðubað bragðast ekki vel þótt að það sé með jarðaberjalykt

Uppgötvun #2: Drullusokkur er verkfæri.... ekki köttur nágrannans. Tölum ekki meira um það!

Uppgötvun #3: Ef maður segir: "eina með öllu" mjög hratt og oft getur maður greint orðin: "eina mellu"!! Endilega prófið það! Prófið að segja þetta við afgreiðslumanninn/konuna á Bæjarins bestu.... það vekur mikla lukku og kátínu!! Trúið mér... því ég veit!!Engin ummæli: