þriðjudagur, janúar 21, 2003

G-strengir.... það er fatnaður sem hefur vakið upp mikla umræðu í íslensku samfélagi. Þessi nærfatnaður, öðru nafni pjötlubuxur eða thong, kom hingað til landsins að ég held með strippbúllufárinu sem greip landann hér um árið. Karlmenn dáðust að þessum pjötlubuxum og síðan þá hafa íslenskir kvenmenn fest kaup á þennan fatnað af miklu kappi til að æsa hitt kynið upp sem hefur greinilega tekist nokkuð vel. En aðrir kvenmenn kaupa þennan fatnað einungis vegna “þægindanna” sem eiga víst að vera til staðar. Meira að segja stelpur í 6. bekk eru ekki feimnar við að toga skærbleiku pjötlubuxurnar sínar upp á bak til að fá jákvæða athygli hjá karlpeningnum. Viðbrögð karlkynsins eru þó oft misgóð, sumir fyllast viðbjóði og hlaupa grenjandi í hálsakot mömmu sinnar, aðrir sperra upp skottið eins og hundar í kringum tíkur á lóðaríi, verða mjög æstir og eiga mjög erfitt með að slíta augunum af þessari “fallegu” sýn. Mæður komnar á besta aldur, eru heldur ekki að leyna skoðunum sínum á þessum litla nærfatnað. Bölva og dansa nokkurs konar djöfladýrkunardans þegar g-strengurinn festist í þvottavélinni og skilja ekki af hverju þær leyfa dætrum sínum að klæðast nærfötum djöfulsins. Ef þær myndu fá að ráða myndu þær klæða dætur sínar í ullarnærboli og síðar nærbuxur með Barbie-myndum á hverjum morgni... og ekkert múður með það!!!

Persónulega hef ég ekkert á móti g-strengjum en hef lengi verið að pæla í uppruna nafnsins. Systir mín sem spilar á fiðlu þurfti eitt sinn að spila lag sem hét einfaldlega: G-strengur. Ég skildi ekki í fyrstu af hverju það er verið að skíra lag eftir nærfötum en fattaði svo, mér til mikillar undrunar að þetta var heiti á streng á fiðlunni!!! Kjánaprik get ég verið!!! En svo þegar hún átti svo að spila þetta sama lag á tónleikum og kynnti kennarinn lagið: “Og núna er komið að laginu G-strengur” Kennarinn komst ekki lengra því að einhver gelgja á aftasta bekk sprakk úr hlátri og fékk meiri athygli en hún sjálf!!! Stúlkan gerði sér ljóst nógu tímanlega að þetta var ekki mjög þroskuð hegðun, tók sig saman í andlitinu, seig niður í sætið sitt, lokaði fyrir túllann og sagði ekki orð það sem eftir var af tónleikunum. Og alveg síðan þá hefur þessi sama stúlka fengið vont augnaráð frá þessum sama kennara í hvert skipti sem þær mætast. Stúlkan vill ekki geta nafns síns!!

Engin ummæli: