Jó!
Kjellan búin að vinna og vinna og vinna og er komin með nóg. Hér eftir verður slakað á, það er að segja þegar ég er ekki að æfa mig. Það er búið að bjóða mér í nokkur partí á gamlárs og dem, það er erfitt að velja á milli. Eitt er nú bara í götunni fyrir ofan mig en voðalega fáir sem ég þekki þar. Svona er að missa allt samband við Hafnarfjarðarkrúið. Þetta verður víst bara stelpupartí og svo fara þær allar á Broadway að djamma með Breezer eða Lite bjór. Ekki alveg fyrir mig.
En í gær fór ég á Elliot Smith Tribute-tónleika eftir vinnu. Náði einu lagi. Var á gestalista sko. Ekki oft sem það gerist. Síðan gerðist hið rosalega... ég fór á Hverfizbarinn þar sem Herra Ísland-liðið hristi á sér tönnuðu skankana. Ég flúði, fór heim, horfði á Júragarðinn og borðaði ítalskt gúmmelaði.
Persónulega hornið
Þarna er maður í gúddífíling hjá móðurafa og -ömmu á Skerðingsstöðum II, Reykhólasveit, Króksfjarðarnesi, A-Barðarstrandarsýslu, Vestfjörðum, Íslandi. Amma algjör gella í bláum buxum og rauðum ballerínuskóm á meðan afi geiflar sig í sveitagallanum, brókaður upp að nafla. Þarna er líka Jóney frænka í gulum páskakjól en hún er nú samt úr föðurfjölskyldunni, veit ekki alveg hvað hún var að gera á þessari mynd. Myndin er tekin í garðinum en þar var rosalega gaman á mínum yngri árum. Í garðinum var grenitré þar sem fuglar gerðu sér hreiður og verptu síðan í. Glás af rabbarbara óx í garðinum og þá var húllumhæ í sveitinni.
föstudagur, desember 30, 2005
mánudagur, desember 26, 2005
Síðisti jólasveinninn
kom í gær. Uppstúfur. Hahaha! Í dag kom svo Niðurstúfur með allan niðurganginn sem fylgir öllu þessu reykta kjöti og baununum. Alveg pípandi.
Persónulega hornið
Nú eru jólin og er þá ekki tilvalið að hafa smá jólaþema? Jú!
Jólin 1988. Í pakkanum sem ég við hliðina á var bleikt þríhjól sem var svo sett saman á staðnum. Það er til á spólu og finnst mér tussugaman að horfa á þetta. Ég eitthvað að hjóla á pabba og flækja kjólinn í petölunum.
Jólin 1989. Þarna er ég og Jóney frænka mín heima hjá Munda frænda. Ekkert merkilegt gerðist þessi jól. Jú Hófý, mamma Jóneyjar og systir hans pabba kom með norskan kærastann sinn hann Idar sem hún seinna giftist og skildi svo við og eignaðist með honum bönns af krökkum. Ég hélt alltaf í mörg ár að hann héti Gítar. Það er líka miklu flottara en Idar.
Jólin 1991. Ég hef gleymst 1990 því þá var mamma kasólett og vesen. Þetta ár kom litla sveskjan hún systir mín í heiminn og þá byrjaði mamma að sauma allt samstætt á okkur. Seinna braut systir mín smákökujólasveininn þarna þegar hann var fullur af piparkökum þegar hún ætlaði að sýna pabba en hann var að horfa á sjónvarpið. Í þúsund mola.
Jólin 1992. Fyrstu jólin okkar á Hverfisgötunni og þar erum við enn. Þarna lamdi systir mín mig með pökkunum og tók krullubönd og svona. Væri maður ekki til í að vera með svona spóaleggi núna? Og já, ég er í nærbuxum þarna undir.
Nú er komið nóg af jólamyndum og egóstælum því ég er farin í partí. Jólabless.
Birt af Særún kl. 19:32 0 tuðituðituð
sunnudagur, desember 25, 2005
Jólafærslan
Gleið jól krakkar mínir! Mín er búin að vera að vinna svo mikið síðastliðnu daga að hún er bara búin áþí. Ég vann á miðvikudag, fimmtudag og 14 TÍMA Á ÞORLÁKSMESSU! Ekkert yfirvinnukaup og ekki neitt. En svona er lífið. En aðfangadagur var í gær í allir sinni dýrð. Ég fékk bara óvenjumarga pakka þetta árið en ber þá helst að nefna DVD spilarinn sem ég fékk frá rugludallinum henni systur minni og digital myndavél frá uppalendum mínum. Það voru því tækjajól á mínu heimili. Svo komu gestir akkúrat þegar við vorum að fá okkur eftirréttinn. Það var mandla í ísnum hennar mömmu og gestirnir þurftu endilega að fá möndluna og möndlugjöfina sem var nú reyndar bara jólaveinastytta en samt. Í dag verður slappað af og borðað og líka á morgun. Svo er bara vinna vinna vinna milli jóla og nýárs. Klapp fyrir því.
Persónulega hornið
Þessi mynd átti nú reyndar ekki að koma strax en þetta er eina jólamyndin. Þarna er ég 1 árs og mjög stórt barn eins og sést. Þessi kjóll er alveg hrikalegur, sé mig núna fyrir mér í svona kjól bara stærri. Tískuslys. Þetta var sem sagt jólakortamyndin 1987 og vakti eflaust gríðarlega lukku.
Birt af Særún kl. 14:01 0 tuðituðituð
mánudagur, desember 19, 2005
Já ég er komin heim
og til í tuskið. Svo ég verði ekki stimpluð sem úrþvætti ætla ég að vera með þetta dæmi sem allir eru með, eða löngu búnir að vera með. Stal þessu frá henni Gyðu.
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og ég segi þér:
1. Eitthvað handahófskennt um þig
2. Eitthvað lag eða mynd sem tengist þér
3. Fyrstu skýru minningu mína af þér
4. Eitthvað sem bara við skiljum
5. Einhver spurning sem ég hef lengi viljað fá svarið við
Persónulega hornið
Mynd 3
Þarna er ég svona nokkurra mánuða, feit og pattaraleg. Ég var afar stórt barn, enda var ég kölluð súmóglímukappinn af ættingjum mínum. Hökufellingarnar í algleymingi. Mamma sagði mér einu sinni frá því þegar hún var að gefa mér barnamat í krukku og það fór matur inn á milli fellinganna. Næsta dag var ég öll rauð og brunnin eftir matinn undir fellingunum. Það er nefnilega ekkert grín að vera með fellingar.
Birt af Særún kl. 15:14 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 16, 2005
Vúhú!
Ég var að gera aðra myndasögu en hún lýsir ekki því ástandi sem ég er í núna því ég var að koma úr síðustu prófunum mínum en þau voru svona sjúkra. Ógeðslega sick!
Eftir helgi kem ég svo með eitthvað ógeðslega djúsí. Ég þarf nefnilega að fara vestur á morgun í jarðarför hjá bróður hennar mömmu. Ég mun samt hafa eitthvað að gera á leiðinni þangað. Til að byrja með stilli ég sætið í jeppanum í lazyboy-stöðu, sting svo The Grinch í raufina og horfa á hana í skjánum í loftinu á jeppanum. Já þetta er ljúft líf á tækniöld.
Mynd 2
Þetta eru mamma og pabbi, fórnarlömb 80' tískunnar, á Seltjarnarnesinu en þar átti ég heima eftir að ég flutti af spítalanum. Þetta eru stoltir foreldrar og eru það enn. Takið eftir peysunni sem mamma er í. Algjör gullmoli! Þarna er hún bara tvítug gella en hefur voðalega lítið breyst. Pabbi er bara alveg eins og hann er núna, bara með meiri bumbu. Svona stólar sem þau sitja í voru rosalega móðins á þessum tíma en rosalega óþægilegar. Og sjáið þetta ljóta barn! Oj!
Birt af Særún kl. 14:16 0 tuðituðituð
miðvikudagur, desember 14, 2005
Sviðasultan - persónulegra blogg
Um að gera. Ég hef ákveðið að brydda upp á ýmsum nýjungum á þessi bloggi og vil byrja á því að leyfa ykkur að kynnast mér svolítið betur með því að leiða ykkur í gegnum mitt sirka 19 ára langa líf - í máli og myndum. Ein mynd mun koma á eftir hverri færslu og já, myndirnar eru margar svo ekki örvænta. Svo er hægt að safna myndunum saman, prenta þær út og búið til dýrkunarvegg Særúnar í herberginu sínu. Minn veggur er í vinnslu. Hér kemur sú fyrsta:
Mynd 1
Þarna er ég nýfædd og pabbi minn heldur á mér. Hann skrifaði það í svona fæðingarbók sem ég átti, að þegar hann sá mig fyrst, fannst honum ég vera óskaplega ljótt og ófrítt barn. Alltaf að gretta mig og geifla. En svo fannst honum ég verða fallegri og fallegri með hverri mínútunni sem leið og síðan þá hef ég ekkert hætt að verða fallegri. Á myndinni er pabbi í hvítri forláta skyrtu með tölvuúr sem var þá ógeðslega hipp og kúl.
Birt af Særún kl. 16:17 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 13, 2005
Þetta vissu ekki allir!
Mér finnst ógeðslega gaman að gera myndasögur með aulahúmor.
Dæmi 1
Dæmi 2
Dæmi 3
Dæmi 4
Fólk fattar þetta... eða ekki. Ég fatta þetta samt. Svona næstum því. En ég og Paint erum ekki vinir. Fleiri svona eru í bígerð. Bis später jaja.
Birt af Særún kl. 13:57 0 tuðituðituð
mánudagur, desember 12, 2005
Ég er löt og nenni ekki að læra
Þess vegna fór ég (af ástæðu sem er mér ókunn) á mbl.is, í myndasafn og prófaði að leita að öllum myndum sem tengdust nafninu mínu. Og viti menn, kom ekki bara grein sem hljóðar svona:
"Mikill heiður fyrir okkur"
Hafnfirskir unglingar nýkomnir úr tónleikaferð "Mikill heiður fyrir okkur" Það eru ekki margir íslenskir unglingar sem hafa afrekað að skemmta á sviði Disneylands í Evrópu. Það hefur hins vegar c-sveit lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar gert, en hún er nýkomin úr vikulangri tónleikaferð þaðan. MYNDATEXTI: Þorsteinn Skúli Sveinsson, Björk Níelsdóttir, Stefán Ómar Jakobsson og Særún Ósk Pálmadóttir.
[ tónlist ] 18. júlí 2001
Einu sinni var maður lítill og saklaus í c-lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, nýkomin frá Disneylandi. En tímarnir breytast og mennirnir með. Væri maður ekki til í spóla aðeins til baka. Held það.
Birt af Særún kl. 00:06 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 10, 2005
Nokkrar myndir frá Portó
Meira að segja Beckham getur ekki staðist mig svona léttklædda
Allamalla! Hver á þennan pissandi typpaling?
Ég byrja bara að slefa og þeir syngja: "Byggja hús, byggja hús, byggja byggja byggja hús"
Móa? Nei, atriði úr Bold and the Beautiful.
Þetta atriði er úr The O.C.
Birt af Særún kl. 17:40 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 09, 2005
Oma und Opa
Þessi færsla verður tileinkuð föðurforeldrum mínum. Síðan í gærmorgun hafa þau eiginlega ekki farið úr húsinu mínu. Þetta byrjaði allt svona:
Særún ógisslega glöð að vera búin í tussu íslenskuprófinu sínu og er að míngla við krúið fyrir framan stofuna.
Særún: "Óg ég skrifaði þúst bara: Upplýsingaöld slupplýsingaöld!"
Konrektor: "Uuu, Særún þú átt að fara heim."
Særún: "Ha?"
Konrektor: "Mér var bara sagt að þú ættir að fara heim."
Særún: "Kom eitthvað fyrir?"
Konrektor: "Þú átt bara að fara heim."
Ég trúði honum og brummaði heim með hjartað í ristlinum. Frétti svo seinna að ef ég hefði ekki verið ökuhæf hefði Hannes portner átt að skutla mér heim og vinnufélagi pabba sem er jafnframt guðfaðir minn og besti vinur pabba átti að ná í bílinn í skólann. Jæja ég kom heim og þar voru afi og amma og hafa ekki farið síðan. Ætluðu fyrst að gista heima en við systurnar neituðum. Og hvað var það fyrsta sem blasti við mér þegar ég kom heim úr þýskuprófinu í morgun? AFI! AÐ LESA MOGGANN Í RÓLEGHEITUM! Amma kom svo með köku og ég bara whut? Ertu að segja að ég sé feit? Svo ætlaði ég að ordera eina heita pözzu en nei nei, vildu þau ekki bara fá líka eina með skinku og sveppum. Það var allt í læ fyrst þau voru að splæsa. Svo bara þekkti ég stelpuna í pizzusímanum og við fórum bara að spjalla á fullu um jarðarfarir og svona. Svo prumpaði afi svo mikið yfir pizzunna. Það á ekki að gefa gömlu fólki svona nýjan mat. Núna sitja þau bara í gúddífíling að horfa á Ídolið og fara örugglega aldrei. Men!
Birt af Særún kl. 21:28 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 08, 2005
Hvert áfallið á fætur öðru
Þess vegna segi ég bara pass og geri svona.
Birt af Særún kl. 13:23 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 06, 2005
Ég ætla að pína mig í sögupróf á morgun þótt heilsan sé slöpp. Nenni bara ekki að eyða jólafríinu mínu í sjúkrapróf. 39 stiga hiti í gær en enginn í dag. Einkunnir verða ekki til fyrirmyndar þessi jólin en ég hef þó gilda og góða afsökun. Ég verð þessi með stóra trefilinn fyrir andlitinu.
Ég er svona, bara verri. Minni sjálfa mig á Monicu í Friends þegar hún var ógeðslega feit.
Birt af Særún kl. 19:25 0 tuðituðituð
sunnudagur, desember 04, 2005
DJÓK!
ég er víst með hettusótt en ekki streftókogga. Ekki skánar það.
Birt af Særún kl. 15:19 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 03, 2005
Nú er illt í efni
því mín er bara suddaveik. Byrjaði að finna fyrir þessum týpísku beinverkjum áður en ég fór í vinnuna í gær en píndi mig til að fara. Það sem maður gerir ekki fyrir þetta jólahlaðborð. Jæja, mér byrjaði sífellt að versna og minnstu munaði að ég gubbaði á einn kúnnann. Þá var ég send heim. Á leið minni heim keyrði ég næstum því á ljósastaur. Það er ekki gáfulegt að keyra veik. Mældi mig með rassamæli þegar heim var komið og viti minn, 39 stiga hiti. Og próf alla næstu viku! Vaknaði svo í nótt og hálsinn minn var búinn að tvöfaldast, stökkbreytast. Upp að eyrum. Veit ekki hvað þetta er en ef það er það sem ég held að það sé (streftókoggar) þá verð ég rúmliggjandi næstu vikuna. Jebb. Það verður þvi húllumhæ þegar ég tek öll prófin mín á þessum 2 dögum sem ég hef til þess. Gangi ykkur hinum þá bara vel í prófunum. Get ekki skrifað meira, beinverkirnir alveg að fara með mig. Desember er ekki minn happamánuður. Hvað gerist næst? Ég held að það kvikni í húsinu mínu á aðfangadag. Eða í öllum gjöfunum. Fylgist spennt með!
Birt af Særún kl. 22:15 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 01, 2005
Tannlæknar
Ofmetin stétt. Var að koma frá tannsa áðan, þeim dýrasta í bænum. Vegna hans mun ég ekki geta borðað í nokkra daga. Kvennsan þurfti endilega að byrja á því að skafa mig til blóðs með króki. Það var vont en ég beit á jaxlinn og í puttann hennar í leiðinni. Hún átti það skilið. Svo þurfti hún að skera burt einhvern húðflipa sem var á endajaxlinum mínum. Sagði fyrst að ég gæti ekki borðað í svona 2 tíma og þyrfti að leyfa þessu að gróa almennilega. Jújú ég samþykkti það þótt ég ætlaði að vera ýkt dugleg að æfa mig á lúðurinn í dag. Hún deyfði og það var vont. Svo sagði hún: "Æjæj, vitlausu megin!" Ég hefði getað kýlt hana. En jæja, loksins tókst henni að deyfa réttu megin og skar svo burtu húðflipann og það blæddi fullt. Svo sagði hún að hún hafi meint að ég mætti helst ekki borða í 2 daga (ekki 2 tíma) en ef ég þyrfti nauðsynlega að gera það þá yrði það vont. HA?! Þannig að ég þarf bara að svelta og bíta í bómul í 2 daga. Þar af leiðandi á ég erfitt með að tala og þurfti endilega að hitta fógeta minn á leið minni heim. Það var nú skrýtna samtalið ef samtal má kalla. Og nú bít ég í blóðugan bómul og er að deyja úr hungri. Er líka byrjað að slefa smá, er líka deyfði báðum megin.
Samrænda prófið í ensku haldið með pomp og pragt í morgun. Ég skilaði auðu, eða svona næstum því. Teiknaði jólasvein sem gaf fokkjú merki og sagði: "Fokk jú Þorgerður!" Við hliðina á honum var svo risastór jólaköttur að kúka á samrænt próf. Svo fór ég út og keypti miða á náttúrutónleikana 7. janúar.
Sem betur fer er Footballers' Wifes í kvöld. Bara svo ég haldi geðheilsunni. Já Sylvía Nótt er líka og baddsjelorinn. Hvað það verður veit nú enginn. Fólk má hringja í mig ef það vill heyra hvernig ég tala.
Hey, ég á svona kjól. Ég er bara miklu flottara í honum. OJE!
Birt af Særún kl. 14:42 0 tuðituðituð
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Sjúbbídúbbídú!
Var að horfa á Timon og Púmba þætti. Einn er um talandi og syngjandi snigill sem er fluttur til Parísar og þar á að étann. Svo fær Tímon einu sinni málverkið af Mónu Lísu ofan á sig og þá segir Púmba: "Tí-Mona Lísa!" Og svo hlæja þeir dátt. Og þá var kátt í höllinni.
Komin með nýtt nafn á MS. Menntaskólinn við Sníp. Þetta er víst einhver kynlífsstofnun eftir allt saman. Nemendur bara með nærbuxurnar á hælunum alla daga. Lægstvirtur menntamálaráðherra var svo víst í Menntaskólanum við Sníp. Enda er alltaf uppi á henni typpið þessa dagana.
Héðan í frá á ég ekki lengur vini. Ég á fógeta. Allir vinir mínir eru nú fógetar. Blessaður fógeti!
Árbærinn er bara hassbæli og hananú!
Birt af Særún kl. 20:13 0 tuðituðituð
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Fyrsti í aðventu
Nei djók. Ég á afmæli. 19 ára er ég heillin. Það er ekkert spes við það að vera 19 ára. Ekkert gerist. Klukkan 12 á miðnætti fékk ég fagnaðaróp í vinnunni. Líka vinnuveitandi minn en hann á víst afmæli sama dag og ég. Það var svolítið vandræðalegt að komast að því, því að okkur kemur ekkert rosalega vel saman. Allt of ólík eitthvað. Hann er líka svona 150 kíló. En við fengum okkur saman jólahlaðborð og heita súkkulaðiköku. Það var eina skiptið sem að rassinn minn snerti stól á þessari sirka 12 tíma vakt sem ég vann í gær. Ég er að gerast vinnualki, eitthvað sem ég get ekki orðið.
Vaknaði svo í morgun við "fallegan" afmælissöng. Pabbi var svo indæll að fara í slopp þannig að hann var ekki á nærbrókunum einum fata eins og öll hin árin. Elskan hún systir mín var búin að baka handa mér og gaf mér nærfatasett. Foreldrarnir gáfu skartgripi og seinna á ég eftir að fá stóran hluta í stóru rúmi sem mér veitir ekki af. Það gamla rúmar ekki tvo. Svo sögðu þau mér að koma niður í kjallara og að ég ætti að halda fyrir augun. Ég hugsaði með mér: "Jess, þau eru búin að kaupa rúmið!" En nei, ég fékk eitthvað miklu betra. Systir mín er þá búin að vera í 2 vikur að búa til rosalegt sjóv í tölvunni með myndum af mér þegar ég var lítil og til dagsins í dag. Það var svo sætt. Dagurinn fer svo í það að gera latínustíl og undirbúa bekkjarafmælið sem verður í kvöld. Mætingin verður í slappari kantinum því það eru víst próf á morgun.
Ich habe Geburtstag. Ja ja!
Birt af Særún kl. 14:37 0 tuðituðituð
föstudagur, nóvember 25, 2005
Vó
hvað þessi er með flott... tattú!
þegar ég sá þessa mynd fyrst hugsaði ég um svona samhæfðar sundæfingar. Veit ekki af hverju.
hvað þessi í miðjunni er innskeifur. Svo gleymdu þeir að fara í skó út í þennan kulda en mundu samt eftir trefli.
hvað þessi er ljótur!
Karlmenn eru viðbjóðslegir
Birt af Særún kl. 17:14 0 tuðituðituð
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Ég er búin að ákveða að þegar ég verð loksins tvítug ætla ég að tjútta af mér rassinn. Fara bara á alla skemmtistaði, labba þar af leiðandi mikið, (milli staðanna sko) dansa með stórum hreyfingum sem teygja á öllum vöðvum og þannig missa fullt af kílóum. Hver þarf líkamsrækt þegar maður á skilríki og fer á skemmtistaði?
Mig langar sjúklega að prófa að hössla einhvern á MSN. Þá virkilega hössla. Get samt ekki útskýrt það. Langar bara svo að prófa. Ég er að þreifa mig áfram í þeim hlutum. Segi ekki meir. Spurning svo hvort ég hafi hösslgenið í mér. Pabbi minn var samt rosalegur hössler og foli. Aðalfolinn á Reykjum, með dökkt, sítt og krullað hár skipt til hliðar og svo var hann með freknur í þokkabót og risastórt nef. Hann átti samt alveg bönns af kærustum og svo skemmtilega vill til að ein þeirra heitir Ósk en það er millinafn mitt. Svo heitir önnur Harpa og það heitir systir mín. Haaa...
Særún vikunnar er Særúnin sem missti báða fæturna í bílslysi í Bandaríkjunum. Vildi að ég gæti gefið henni mína fætur en ég segi bara pass.
Birt af Særún kl. 17:21 0 tuðituðituð
mánudagur, nóvember 21, 2005
Tónlistarlegasinnaðar uppgötvanir
Joss Stone hin breska syngur lagið Fell In Love With a boy og gerði það frægt á sínum tíma. Fattaði svo áðan að ég kannaðist eitthvað við textann á laginu. Viti menn, Joss stal textanum frá The White Stripes en þá heitir lagið Fell In Love With a Girl. Þetta vissu örugglega fáir. Eða enginn.
Gítarkafli í nýja laginu með System of a down er alveg eins og Sá ég spóa. Samt svolítil moll-skítafýla af því. Líka skítafýla af System of a down. Lalla rosalega mikið í lögunum sínum.
Matthías Jochumsson skáld og frændi minn með meiru, samdi textann við þjóðsönginn þegar hann var pissfullur. Sést það best á línunni "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir." Tímaskyn Matta fór alltaf í kúk þegar hann drakk og þessi dagur var þúsund ár að líða og var hann svo þreyttur á því að hann sárbað Guð að stytta þennan óendanlega dag. Líkti hann sér við smáblóm eilífðarinnar með titrandi tár. Og þessi þér í línunni er auðvitað vodkapeli.
Hver kannast ekki við lagið I Don't Like Mondays með hinu heimsfræga bandi The Boomtown Rats? Það mannsbarn sem hefur farið á mis við þessa kappa ættu að skammast sín og gera eitthvað í því sem fyrst. Það sem fáir vita er að upprunalega átti lagið að heita I Don't Like Sundays vegna þynnkunnar sem söngvari sveitarinnar Keith Hancelfield var alltaf með á sunnudögum. Svo fattaði hann að hann hafði fæðst á sunnudegi, breytti nafninu snarlega yfir í mánudag og fór bara að drekka í staðinn á sunnudögum... einn.
Birt af Særún kl. 17:16 0 tuðituðituð
laugardagur, nóvember 19, 2005
Hressandi
Vinur minn pantaði mig fyrir svona 2 vikum því í kvöld ætlar hann að gefa mér afmælisgjöf. Þetta átti að vera óvænt en ég náði að veiða þetta uppúr honum. Hann ætlar sem sagt að horfa með mér á Notebook sem ég hef ekki séð en hann hefur séð hana. Hann mun vera öxl til að gráta á því ég hef heyrt gasalegar sögur um þessa mynd. Og ennþá betra... við ætlum að drekka vodka og bjór á meðan. Svo ætlum við á trúnó, dansa svo við diskótónlist og gera símaöt. Þetta verður vonandi hressasta æfmælisgjöf sem ég fæ þetta árið.
Birt af Særún kl. 17:59 0 tuðituðituð
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Ái - II. hluti
Og ekki hættir kláðinn frá djöflinum. Með þessu áframhaldi mun hann breiðast um líkamann líkt og fjárkláðinn á 19. öld. Nú er illt í efni ekkert klóra má. Ekk' er heldur frýnilegt að horfa aaaaaaahahá. Nú er kláðinn kominn á handleggina og þá sérstaklega klæjar mig í úlnliðinn. Og ekki get ég horft á úlnliðinn um leið og ég klóra því ég er með æðaóþol. Get bara ekki horft á berar æðar. Fæ bara hroll upp í kok. Það er ekki nóg að úlnliðirnir hafa bæst í hópinn heldur einnig eyrnasneplarnir. Eftir allt þetta klór hef ég komist að því að ég er með óvenju stóra eyrnasnepla miðað við annað fólk. Sumir eru bara ekki með neina (t.d. Guðný litla trutt) og aðrir með dass af eyrnasneplum. Gullna meðalveginn. Mínir eru samt hjúmongús. En þeir eru mjúkir. Samt ekki núna því þeir eru allir útklóraðir. Fólk má alveg stoppa mig á vappi mínu til að skoða herlegheitin. Ekkert því til fyrirstöðu. Vel valdir mega ef til vill snerta. Og klóra ef þeir sömu eru í stuði.
Hér með segi ég klórsögum mínum lokið. Eflaust á mig eftir að klæja á öðrum stöðum á næstu dögum en þá hef ég það bara útaf fyrir mig. Takk fyrir að nenna að hlusta á vælið í mér.
Birt af Særún kl. 14:42 0 tuðituðituð
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Ái
Ég á við smá vandamál að stríða. Samt ekkert lítið vandamál, stórt vandamál. Kláðavandamál. Mig klæjar á rosalega mörgum stöðum. Ég vakna með kláða og fer að sofa með kláða. Þetta byrjaði allt á ökklunum. Er líka öll útklóruð þar. Svo fór þetta upp á hné. Fékk nú bara marbletti þar af því ég klóraði mig svo mikið. Af hnjánum og undir hökuna. Þar er ég slatta rauð. Og nýjasti staðurinn: geirvörturnar. Það er rosalega óþægilegt að vera á almenningsstað og klæja svona hrikalega í geirurnar. Klóra eða ekki klóra? Læt ykkur dæma um það. Ég er með mína kenningu um geirvörtuklæjeríið. Flatlús. Ég er líka svo flatbrjósta. Ahahaha! Nei ég er bara að bulla. Bulla af kláða.
Birt af Særún kl. 14:23 0 tuðituðituð
laugardagur, nóvember 12, 2005
Þynnka rímar næstum því við skinka
Afmælispartý aldarinnar var haldið í gær. Ég, Björk, Gyða og Greta héldum partý saman í sal og buðum fullt af fólki. Hljómsveit og læti. Við fengum ógeðslega kúl gjafir. Fengum köku með gúmmítyppi frá strákunum. Og hjartablöðru. Ég og Björk fengum graðan héra. Hann varð samt eftir og ég veit ekki hvar hann er. Örugglega búið að misnota hann. Svo fékk ég kjöltudans frá Sindra. Bók. Áfengisflösku sem hvarf. Súkkulaði. Svo fékk ég eina óvænta afmælisgjöf. Fyrsti strákurinn sem ég kyssti birtist bara í afmælinu. Við rifjuðum upp gamla tíma og góða. Fór svo í bæinn en man ekkert eftir því. Kom heim og þá henti ég víst jakkanum mínum í baðkarið að sögn pabba. Vaknaði með hausverk. Kíkti í símann minn og sá að ég var búin að hringja í fullt af fólki sem ég hafði enga ástæðu til að hringja í. Mundi svo að ég þarf að lifa á 2000 kalli það sem eftir er að mánuðinum. Hömbökk. Það var samt ógisslega gaman. Leiðinlegt að þetta er búið.
Birt af Særún kl. 15:17 0 tuðituðituð
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Sögustund
Ég ætla að segja ykkur sögu. Einu sinni var gamall kall sem hét Teddi. Hann var sköllóttur með svona hvítt munkahár og alltaf rauður í framan. Hann átti heima við hliðina á mér þegar ég bjó á Herjólfsgötunni í gamla daga. Svo fluttum við á Hverfisgötu árið 1992 og árið 2001 er hann aftur fluttur við hliðina á okkur í ljóta rauða húsið. Þar bjó hann með ógeðslegri kellingu og þau reyktu bæði eins og strompar og drukku bjór í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Hann var leigubílstjóri en var samt aldrei í vinnunni. Mér fannst hann alltaf frekar viðbjóðslegur en kippti mér ekkert upp við hann því hann gerði mér aldrei neitt. Mömmu og pabba var mjög illa við hann og einu sinni sagði pabbi: "Það eina sem getur gerst til að við losnum við hann sem nágranna er að hann deyi." Og viti menn, Teddi sagði pabba stuttu seinna frá því að hann væri kominn með krabbamein og að það þyrfti að skera hann upp. Nokkrum vikum seinna dó hann og pabbi fékk það sem hann vildi. Hann átti fullt af börnum um hvippinn og hvappinn en ekki sást tangur né tetur af þeim þegar hann bjó hliðina á okkur, hvað þá í jarðarförinni hans. Núna veit ég af hverju.
Mamma var að lesa bókina Myndir af pabba eftir Gerði Kristnýju því þetta er skyldulesning á leikskólanum sem hún vinnur á. Bókin er saga nokkurra systra sem áttu heima í Hafnarfirði og segja þær frá því þegar faðir þeirra og fleiri menn misnotuðu þær kynferðislega á yngri árum. Áðan sagði hún mér að einn mannanna sem misnotaði aðra systurina oftar en einu sinni var Teddi. Hann var vinur föður stúlknanna og jafnframt nágranni þeirra og misnotaði eina þeirra oft. Þetta er rosalega óþægileg tilfinning þar sem hann misnotaði hana þegar hún var í kringum 6 ára en það er einmitt sá aldur sem ég var á þegar hann var nágranni okkar í fyrsta skiptið. Næst misnotaði hann hana aftur þegar hún var 15 ára í skiptum fyrir mótorhjól og já, ég var 15 ára þegar hann flutti við hliðina á okkur í annað sinn. Og núna hugsa ég: Hvað ef þetta hefði verið ég? Væri ég hér í dag? Það er endalaust hægt að velta sér fyrir svona spurningum en það þýðir ekkert. Ég er ánægð með að þetta var ekki ég en finn mjög til með stúlkunum sem lentu í þessu. Teddi fékk víst lítinn sem engan dóm fyrir allt þetta hræðilega sem hann gerði og ég skil ekki af hverju hann mátti vinna sem leigubílstjóri. Réttarkerfið á Íslandi ætti að skammast sín!
Birt af Særún kl. 19:32 0 tuðituðituð
sunnudagur, nóvember 06, 2005
laugardagur, nóvember 05, 2005
Hver er sætastur og gáfaðastur?
Sókrates er orðinn gamall og lúinn og þarf því að nota gleraugu. Hann er nærsýnn.
Birt af Særún kl. 15:36 0 tuðituðituð
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
One night stand
Í því er ég drottning! Nei bara smá spaug. Er að fara að taka þátt í ræðukeppni á mánudaginn við busabekk og er titill færslunnar umræðuefnið. Ég er ekki að segja að þetta verði auðvelt. Ónei. Við munum leggja allan okkar svita í að rúst' essu. Þótt ég sé á móti einnar nætur gamni, er ekki þar með sagt að ég stundi það ekki. Ehehe! (perrahláturinn minn)
Loki númer 4 kom út í dag, stútfullur af stöffi. Gaf upp fjölskylduuppskriftina af bjórkjúlla en auðvitað hét hann pilsnerkjúlli í blaðinu. Það sem maður gerir ekki fyrir blaðamennskuna. Gerði myndasögu um Svartsýna hvuttann Seppa. Var að dunda mér við þetta hérna á laugardaginn þegar ég hafði ekkert að gera. Þá bjó ég til myndasögur og sendi fullu fólki nafnlaust sms og sagði þeim að kynlíf biði þeirra á MSN. 5 af 6 létu sjá sig og grunuðu þeir allir mig um græsku. Ég er stundum svo fyrirsjáanleg.
Nóg að gera í skólanum. Fyrirlestur í dag um Matta Joch í íslensku. Íslenskukennarinn minn kallaði mig enn og aftur Sæunni. Næst kýli ég hana. Ég var næstum því búin að gubba því ég var með gubbupest í gær. En ég gerði það ekki. Pjúkket. Fnykurinn í I-stofu er slæmur fyrir. Svo sagði hún eftir fyrirlesturinn að hún hafði ekki fílað að ég kallaði Matta fola og sagði að hann hafi örugglega keypt fötin sín hjá Sævari Karli. "Sævar Karl var ekki einu sinni fæddur þá!" Konan hefur engan húmör, það er víst.
Talandi um gubbupest. Ég rauf 15 ára án-gubbs-múrinn. Já ég hafði ekki ælt síðan ég var ca. 4 ára, þangað til í gær. Það var ekki góð tilfinning. Og ég sem var alltaf svo spennt að prófa. Núna hef ég ekkert til að hlakka til. Jú ég á reyndar afmæli bráðum og held megagígafeitt partý í næstu viku. Það ætti að halda mér við efnið.
Þessi færsla var með skiptinema í huga svo þeir getu fylgst með því sem ég er að stússast við. Allar dagbókarfærslur hér eftir eru tileinkaðar þeim.
Birt af Særún kl. 19:17 0 tuðituðituð
mánudagur, október 31, 2005
Plokk!
Stundum fara hin minnstu smáatriði alveg rosalega í taugarnar á mér. Eins og til dæmis þegar að kvenmaður hirðir ekki augabrúnir sínar. Illa snyrtar augabrúnir eru eins og Hitler. Afar illa séðar (enda er ekki hægt að sjá Hitler). Þegar ég sé óplokkaðar auganbrúnir á almenningsstöðum langar mig helst að öskra, rífa plokkarann upp úr rassvasanum og plokka manneskjuna í botn. Mér finnst sjálfri gott að plokka. Ég plokka alla fjölskyldumeðlimi. Líka pabba. Ég og mamma dundum okkur við að gera það við hvor aðra og höfum báðar gaman af. Mér finnst ekki vont að láta plokka mig. Bara frekar þægilegt. Svo er það svo mikil lífsfylling að plokka aðra þegar að þeir emja af sársauka. Þá hlakkar í nýrunum mínum og lífið öðlast tilgang. Ég væri alveg til í að vinna við þetta. Vera titluð sem mannlegur plokkari í símaskránni. En þá þyrfti ég örugglega að fara í F-skóla eða Iðnskólann.
Sjálf plokka ég mig svona einu sinni í dag. Kíka allavega í spegil til að gá hvort eitthvað hafi sprottið frá því deginum áður. Oft eru broddar. Það er bara smá challange. Klípi ég í skinn eða næ ég hárinu? Það er lífið! Svo hata ég plokkfisk. Haha en fyndið og kaldhæðnislegt.
Plokkið þangað til þið droppið!
Það þyrfti nú heldur betur að trimma þetta!
Birt af Særún kl. 19:40 0 tuðituðituð
laugardagur, október 29, 2005
Fall er ekki faraheill
Eða svo segir Bóbó. Datt þrisvar sinnum í gær. Fyrst þegar ég var að fara í þýsku í einhverjum hálum tröppum og fullt af busakrökkum fyrir aftan mig fóru að hlæja. Engin virðing borin fyrir heldra fólki. Í bakaleiðinni ætlaði ég að passa mig extra vel því ekki vildi ég detta aftur á sama stað. Allt kom fyrir ekki og ég datt í annað sinn og kúlan á hnénu tvöfaldaðist sem var það fyrir. Enskukennarinn minn var fyrir aftan mig og þegar ég reis upp aftur sagði ég með fullri reisn: "It's very slippery!" Svo fór ég og tók próf í Under Milk Wood hjá sama kennara. Kannski fæ ég svona simpaðí stig. Þriðja skiptið var nú verst. Ég var að flýta mér ógeðslega mikið í vinnuna og var að labba ógó hratt þegar ég datt... um hjólagrind! Fyrir framan eitthvað hús! Hver er að hjóla í snjó? Fjaðrapungar vaxa greinilega á trjám. Fékk annan marblett og í þetta skipti skoppar hann alltaf þegar ég geng. Það er ekki þægilegt. Núna er ég að sjá þetta fyrir mér í slómó. Núna er ég að hlæja. Hef ekki ennþá dottið í dag en það eru víst nokkrar mínútur eftir af þessum sólahring. Ég bíð spennt.
FÓLK MÁ SVO ALVEG BJÓÐA MÉR Í PARTÝ SKO! ÉG GET EKKI BEÐIÐ ENDALAUST! Úbbs, caps lock.
Birt af Særún kl. 23:08 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 26, 2005
The Adventures of Cornelius and Mortimer
Það var sólríkur dagur í bænum Offcester á Englandi og vinirnir Cornelius og Mortimer ákváðu að skella sér á ströndina. Fámennt var á ströndinni þennan dag og þeir sáu einungis ástfangið, nakið par í heitum ástarleik í sandinum. Skyndilega rak Mortimer upp kvenmannsóp með þeim afleiðingum að Cornelius missti ísinn sinn í sandinn.
M: "What on earth is that black object buried in the sand, my dear Cornelius?"
C: "Well I don’t have a clue Mortimer!"
M: "Ohh good Lord! This is a gun!"
C: "It’s obviously very old. I wonder if it works!?!"
*BANG* *AAA*
M: "I think that your question was answered my old friend."
C: "Dear Lord! I think we shot the couple!!"
M: "Huhumm… you did my lad! But I think that won’t be a problem. That’s just Herman, the drunken sailorman and his mistress. No one will miss them."
C: "But what shall we do with the drunken sailor?"
M: "Oh Cornelius! Now is not the time to sing. We just have to go to the Danish shopkeeper and buy a plastic-bag and a shovel to dig them into the sand."
C: "What a splendid idea, pal! Jolly good then!!"
Þegar vinirnir komu í Den danske fødevarebutik tók kaupmaðurinn Hans á móti þeim að dönskum sið.
H: "Hvad!?!"
C: "God dag! Kan vi ha’ to sorte plastikposer og en skovle tak?"
H: "Nej, I kan ikke ha’ to sorte plastikposer og en skovle!"
M: "Men, hvorfor??"
H: "Jeg servere ikke mordere!"
C: "Hvorfor tror du at vi er mordere?"
H: "Jeg er ikke et tossehovet! Du holder en pistol, idiot!"
M: "Ehh, ja det er sandt. Men det er kun en vandpistol."
H: "Hvis det er en vandpistol... skyd mig!"
M: "Er du sikker på det?"
H: "Ja, eller er du en høne?"
*BANG*
C: "What have you done you fool?"
M: "He called me a chicken!!"
C: "But now we have to burry 3 dead bodies!"
M: "I am human you know!"
C: "Yes I know! But a cup of tea will fix everything. I can bet my grandmothers eyeball on that."
M: "But I don’t want a cup of tea."
C: "Lets think for a moment. We are in a Danish shop full of delicacies and Danish money. Then we’ve got the drunken sailorman’s boat."
M: "Why are you always so bloody clever Cornelius?"
C: "I guess I was just born under a lucky star with a silver-spoon in my mouth."
M: "So you want us to take the money and the food and sail to Denmark on the boat?"
C: "You hit the nail on the head my dearest pal!"
M: "But what shall we do with the bodies?"
C: "We’ll just take them with us and sell them in Denmark. I’m sure the zoo will take them!"
M: "What a splendid idea, pal! Hurry up then!"
Cornelius og Mortimer siglu til Danmerkur og þar hélt ævintýri þeirra áfram. En þið fáið ekki að heyra hvernig gekk í Danmörku. Allavega ekki strax.
Birt af Særún kl. 17:38 0 tuðituðituð
mánudagur, október 24, 2005
Toppurinn á tilverunni
Hvað er betra en að byrja nýja viku á einni jarðarför eða svo? Mín vika byrjaði allavega þannig. Hressandi! Svo voru kökurnar svo góðar. Ég og Gimmi tókum það víst að okkur að halda næsta ættarmót. Ætli ég hristi ekki einu fram úr erminni in no time næsta sumar.
Í dag á ég afmæli. Bílprófsafmæli. Eitt ár komið og ég keyri jafnilla og ég gerði fyrsta ökutímann minn. Bara plís, ef ég býð þér far, labbaðu frekar ef þú vilt ekki enda sem rúðusplass. Þura á líka afmæli. Eftir mánuð og 3 daga á ég líka afmæli. Og það helgina fyrir jólaprófin. Nú bölva ég foreldrum mínum fyrir að hafa ekki getið mig fyrr.
Sökum jarðarfararinnar komst ég ekki í bæinn til að vera kona. Er búin að vera í því í dag að útskýra þennan dag fyrir karlpeningnum. Talaði við einn áðan sem var ekki hress með að konur væru bara með 64% af launum karla. Ég var ánægð með hann þangað til hann sagði að þetta væri ósanngjarnt því hann vill ekki að tilvonandi konan hans komi með minni pening inn á heimilið en hann. Samtalið fór ekki lengra.
Æi gleymdi ég að raka mig undir höndum áður en ég fór í gallann...
Birt af Særún kl. 16:12 0 tuðituðituð
föstudagur, október 21, 2005
Brúnetta
Langþráður draumur rættist í gær þegar ég gerðist dökkhærð. Ég segi að þetta sé dökkhært, en sumir rauðhært. Þetta er dökkhært! Miðað við hvernig ég var allavega. Í kvöld ætla ég svo að tjútta af mér rassgatið og það í fyrsta skipti sem dökkhærð kona. Þeir sem vilja samgleðjast mér á þessum tímamótum er bent á miðbæ Reykjavíkur. Í kvöld skal drukkið Gajol og bjór með tilheyrandi þemalagi. Ekki get ég sungið það hér. Ég sakna samt óneitanlega ljósu lokkanna en þeir koma aftur seinna. Verð bara að prófa hitt. Sjá hvort fólk taki meira mark á mér.
Í spænsku sagði Vala mér að þegar hún horfir á OC minnir Julie Cooper hana alltaf á mig. Ekki erum við líkar. Julie er líka bara tussupussa. Takk Vala. Fyrir þetta færðu link.
Sjáið þetta glott! Þetta get ég ekki.
Birt af Særún kl. 19:18 0 tuðituðituð
miðvikudagur, október 19, 2005
Myndir af manni sjálfum eru ágætar
Rúllandi full!
Eiríkur reynir að hella á mig bjór
Sem betur fer hætti hann við og það er gaman
Ingimar reynir að ota sínum tota í minn munn. Ég segi bara oj við því.
Gaman að vera til!
Villtur puttadans
Fallega fólkið
Það er brundur í bjórnum mínum!
Ég og Doddi trommukall: bara like this!
Ég er ekki þarna
Birt meðalvegörugglega góðfúslegu leyfi Atla
Birt af Særún kl. 19:21 0 tuðituðituð
þriðjudagur, október 18, 2005
Fokksjitt
Millinafnið Örn eltir mig á öndum. Íslenskir foreldrar drengja hafa ekkert hugmyndaflug.
Ég sá súrustu mynd sem ég hef á minni stuttu ævi séð í kvikmyndagerð. Og þær eru margar súrar fyrir. En þessi var sænsk og það toppaði allt. Samt sofnaði ég. En það var kannski af því að myndavélin var aldrei hreyfð og myndin var full af ógeðslegu fólki, gubbi og stúlknafórnum.
Fékk póstkort áðan og mig langaði bara að fara að grenja. Skondið hvað lítill blaðsnepill getur rótað í hausnum manns.
Á fimmtudaginn geng ég ef til vill í lið með dökkhærðu fólki. Já ég mun gerast ein af þeim. Nema að ég beili á síðustu stundu því að ég er vibbalega stressuð fyrir þessu. En þetta er gamall draumur og ætli ég verði ekki að leyfa honum að rætast.
Það er gaur að hrella mig á MSN. Hann á gulan sportbíl með númerinu EMINEM. Ég hef nú alltaf verið veik fyrir sportbílum en þetta er bara einum of. Hann er alltaf að reyna að senda mér mynd af bílnum sínum og skilur ekkert í því af hverju ég vil ekki taka við myndinni. En það er gaman að rugla í honum en samt ætla ég að blokka kvikindið.
Vá þetta var fokksjitt leiðinleg færsla.
Birt af Særún kl. 19:09 0 tuðituðituð
sunnudagur, október 16, 2005
Heitar heimilisfréttir
Í fréttum er þetta helst:
Fjárfest hefur verið í nýjum ísskáp af gerðinni Gram á Hverfisgötunni. Sá gamli (18) sagði sitt síðasta í síðustu viku er hann tók upp á því að leka og það beint í grænmetishólfið. Hann fór beinustu leið á haugana og hinum nýja komið fyrir í hans stað. Húsráðendur segjast aldrei hafa fengið kalda mjólk fyrr en nú.
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn Mazda Tribute (2 mán) gæti verið að yfirgefa fjölskylduna. Húsmóðir (40) segir hann vera of dýran í rekstri og að hann eyði of miklu. Elstu heimasætunni (18) á heimilinu gæti ekki verið meira sama því hún fær víst aldrei að keyra kvikindinu.
Pallur hefur poppað upp í garði fjölskyldunnar en það hefur tekið fjölskylduföðurinn (47) 2 ár að koma honum fyrir. Næsta verkefni á dagskrá er herbergi á neðri hæð hússins fyrir elstu dótturina (18) en guð einn veit hvenær byrjað verður á verkinu. Síðustu fréttir herma að byrja ætti í september en jú, sá mánuður er liðinn. Fréttamenn verða þó í startholunum og láta vita ef þeir verða varir við hreyfingu í þeim málum.
Ekki er fleira í fréttum. Útsendingu stjórnaði Brjánn Jónasson.
Birt af Særún kl. 00:05 0 tuðituðituð
fimmtudagur, október 13, 2005
Back in action!
Krakkar, það þýðir ekkert að vera í fílu endalaust og láta einhverja perlupunga eyðileggja fyrir sér. Þá er bara málið að koma aftur, eldhress að vanda. Síðastliðin vika hefur verið frábær og hefur marg skemmtilegt drifið á daga mína. Hér koma nokkur sýnishorn:
- Á föstudaginn var MR-ví dagurinn og vitaskuld rúlluðu MR-ingar þessu upp og bjuggu til pergament. Loki-kvasir kom út og var drullupussuflottur. Ég var tímavörður og gaf hundaprump í krukku. Það er ekkert gaman að komast yfir piss-kúk-prump skeiðið og þess vegna ætla ég aldrei að hætta á því.
- Á laugardaginn var haustfagnaður LH og voru veigar Bakkusar iðulega við hönd. Þá var gaman og ég fór að rugla í MS-ingum. Teitið var á Álftanesi en þeir fóru á Seltjarnarnes. Þessir rugludalla MS-ingar. Svo loksins þegar þeir komu, ljóskuprófaði ég þá í rassgatið! En ég var leiðinleg við Erlu. Fyrirgefðu Erla mín!
- Skólavikan gekk bara sinn vanagang. Prófaútkomur sem voru misgóðar. Trallala! Árshátíðarvikan og þemað Bóndi, Jón Bóndi. (ens. Bond, James Bond)
- Gærdagurinn var afar spes. Um kvöldið tók ég þátt í SPK í árshátíðarsjónvarpinu og fékk framan í mig vatn, undanrennu og fanta blandað saman í formi vatnsbyssuinnihalds (oj ljót setning). Við í 6. bekk komumst í undanúrlsit en töpuðum. Oh. En svo fór ég með Þuru í MR-sundlaugarpartí til að þrífa af mér ógeðið. Tók þátt í boðsundi fyrir Björk og drullutapaði af því að: 1) Þegar að ég stakk mér ofan í fóru bikiníbuxurnar + toppurinn í klessu 2) Fékk krampa í ilina á miðri leið sem er búinn að hrjá mig um nokkurt skeið 3) Þegar að ég kom til baka (síðust) var önnur júllan búin að poppa út og ætla ég rétt að vona að enginn sá herlegheitin. Allamalla! En svo var ég mönuð í að taka þátt í dýfingarkeppni með frjálsri aðferð. Og nota bene, sjálfur Gilzenegger var að dæma. Ég var eina stelpan sem tók þátt og var aðferðin frekar frjálsleg. Hún var einhvern veginn svona: Settist klofvega á brettið alveg við endann. Þegar þar var komið vissi ég ekki hvernig ég ætti að koma mér ofan í þannig að ég hugsaði með mér: "Hmm, best að hossa mér." Það gerði ég við góðar undirtektir og lét mig gossa. Splass! Beint á magann og það var ekki þægilegt. Þegar að ég kom upp (eftir að ég klæddi mig aftur í bikiníið í kafi) heyrði ég bara: "Úú! Ái!" og vissi að aðrir fundu til með mér. En ég vann og fékk að vita það með þessum fögru orðum af vörum Gilzenegger: "Og án efa vann stelpan sem hossaði sér svo eftirminnilega á brettinu." Og ég vann útrunnið Celebrations! En mamma og pabbi vita það ekkert. En ég náði því miður ekki í hnakkadrambið á Gilz til að þakka honum fyrir. Þura varð á undan mér til þess.
- Í morgun fór ég svo í morgunpartý hjá Þuru. Bakkelsi og Fuglastríðið í Lumbruskógi. Það var nú meiri nostalgían. Þegar að ég var lítil gerði ég mér ekkert grein fyrir húmornum í myndinni en núna hló ég af mér rassgatið. Og maður ólst upp við þetta og hvað hafa krakkarnir núna? Bubbi byggir? Síðan fór ég í Klifurhúsið og gerði tilraun til að klifra upp vegg. Gerðum svo mannlegan píramída. Vúhú! Núna er ég heima að skrifa þetta og er að fara til Sóleyjar og hún ætlar að setja í mig krullur fyrir árshátíðini sem er í kvöld. Blee!
Dagbókarbloggstíllinn er víst voða inn núna. Ætli ég verði ekki að fylgja tískustraumnum í þetta sinn.
Birt af Særún kl. 14:33 0 tuðituðituð
fimmtudagur, október 06, 2005
Líðandi stund
hún bara líður. Prófavikan ógurlega er að renna sitt síðasta skeið á morgun með skítasöguprófi. Frumlesturinn bara tekinn á þetta í dag. Hlutirnir hafa nefnilega afgerandi tilhneigingu til að reddast. Á morgun kemur líka út barnsburður vökunætur til kl. 3, Loki Laufeyjarson/kvasir og er blaðið drullupussuflott, Loka-helmingurinn þ.e. MR-ví dagurinn er líka á morgun, þess vegna kemur blaðið nú út. Ég verð tímavörður í ræðukeppninni og þarf að gefa vesslingi gjöf en hef ekki hugmynd um hvað ég á að gefa. Þetta fólk á allt. Þau eiga samt örugglega ekki prump í krukku. Hmm.
Jæja ég er bara að pæla í að slútta þessu bloggi. Óprúttnir náungar eru farnir að leggja leið sína hingað og bera allskonar slúður um mig og aðra um allan bæ. Ég er ekki að fíla það því ég á að geta skrifað um hvað sem er hér á þessu vefsetri. En ég sé bara til.
Birt af Særún kl. 21:05 0 tuðituðituð
sunnudagur, október 02, 2005
Ég held að ég hafi drukkið kaffi í gær. Ég held líka að ég hafi rænt banka því í morgun var veskið mitt fullt af seðlum. Einnig held ég að ég hafi grennst í nótt. Svo held ég líka að ég sé að missa mitt vit og æru.
Birt af Særún kl. 14:54 0 tuðituðituð
fimmtudagur, september 29, 2005
Überhress!
Nei eiginlega ekki. Var að fá sorgarfréttir. Fréttir sem munu hafa mikil áhrif á líf mitt. ÞAÐ ER HÆTT AÐ FRAMLEIÐA MANGÓ OG APRÍKÓSU BIOMJÓLK! Mín helsta uppistöðufæða er dáin. Farin og kemur aldrei aftur. Er einhver ástæða til að lifa áfram?!?! NEI! Hvar er byssan? Vatnsbyssan? Ég mun sko senda harðorðað bréf í Velvakanda. MS mun fá að finna fyrir því. Og hvað er það að setja á markaðinn vanillubiomjólk í staðinn fyrir þá bestu? Ég er svo frústreruð að ég á ekki til aukatekið orð. Best að slútta þessu áður en ég segi eitthvað sem ég mun sjá eftir.
Birt af Særún kl. 18:31 0 tuðituðituð
mánudagur, september 26, 2005
Krank
Þegar að maður er veikur er ekkert betra en að hlusta á tónlist. Fann þessa yndislegu tónlist á rokk.is sem vekur bara góðar minningar. Sláttur, Capone og vondulagakeppnin. Held að ég hafi ekki hlegið jafnmikið og þegar að ég heyrði þetta lag. Deginum var hreinlega bjargað og ég þurfti að hætta að slá um tíma fyrir hlátri.
Tilraunin
Oft hef ég verið beðin um númerið mitt af karlkynsviðskiptavinum Hereford en aldrei gert það. Ákvað samt að gera smá tilraun núna um helgina og lét einn fá það því hann var svo mikill séntilmaður og alveg bráðmyndarlegur. Ætlaði að athuga hvort hann myndi nú hringja og viti menn, í gær hringdi hann. Mér brá ekkert smá en ákvað samt að skella nú ekki á greyið manninn. Hann tjáði mér að það sem heillaði hann við mig, var þegar að hann var á Hereford með vinum sínum og spurði hvað ég væri ung. Ég heyri ekki vel og spurði því til baka: "Ha, þung?" Svo að þetta færi nú ekki lengra, ákvað ég að segja manninum að ég þyrfti að fara að sinna henni Boggu minni sem vildi fá brjóstamjólkina sína. Hann lætur mig því vonandi í friði. En tilraunin tókst engu að síður. Sumir hringja, aðrir ekki. En ég geri þessa tilraun aldrei aftur og mæli ekki með henni.
Birt af Særún kl. 15:36 0 tuðituðituð
föstudagur, september 23, 2005
Einu sinni
vildi ég alltaf vera strákur. Það var eiginlega bara ein ástæða fyrir því: svo ég gæti pissað standandi. Hafði oft lent í því að pissa á buxurnar þegar að ég pissaði á hækjum mér út í móa á mínum yngri árum. Svo skildi ég aldrei hvað strákar gera þegar að þeir þurfa að pissa og kúka í einu. a) Pissa standandi og svo þegar að lollinn er farinn að ulla, þá setjast strákarnir á setinu. b) Gera bara bæði sitjandi og þá fer allt út um allt. Ég hef ekki enn fundið svarið við þessu og upp á síðkastið hef ég ekki mikið verið að leita. Ég skal bara leyfa karlpeningnum að hafa þetta útaf fyrir sig. Nema að einhver þarna úti vilji endilega tjá sig um þetta. Það er víst tjáfrelsi á þessu skeri. En núna er ég bara ánægð með að vera stelpa, jafnvel þótt ég þurfi að pissa út í móa og að Rósa frænka komi mánaðarlega í heimsókn. Það er allavega skárra en að þurfa að glíma við ofangreint vandamál.
Birt af Særún kl. 15:45 0 tuðituðituð
miðvikudagur, september 21, 2005
Klukk!
Ég var klukkuð. Var í lögg' og bófa. Nei smá grín. Ég hef reyndar séð tvær útgáfur af þessu. Hinsvegar að ég eigi að skrifa 5 staðreyndir um mig sem enginn veit og svo bara venjulega 5 staðreyndir. Af því að ég hef alltaf átt erfitt með að ákveða mig ætla ég bara að gera bæði. Bæði er betra. Eins og allir vita þá hef ég líka svo gaman af því að tala um sjálfa mig.
FIMM STAÐREYNDIR UM MIG SEM ENGINN ANNAR VEIT (FYRIR ÞETTA):
1. Þegar að ég var lítil borðaði ég aldrei grænmeti. Leit líka út eins og næpa, skjannahvít og að detta í sundur úr hor. Svo fór ég að borða súkkulaðikrem og varð feit en náði því af mér með því að lifa bara á gulrótum. Núna elska ég gulrætur, kál og gúrku og er að reyna að venja mig á að borða tómata og papriku. Tómatarnir eru nú að koma en seint kemur paprikan.
2. Þegar að ég var lítil þá pissaði ég alltaf í mig. Allt sem ég drakk rann bara beint niður og ég fann ekki fyrir neinu. Svona var þetta til 6 ára aldurs og sem betur fer er þetta hætt núna. Eða það ætla ég rétt að vona.
3. Besti maturinn minn eru stappaðar kartöflur og brún sósa. Allir í fjölskyldunni vita þetta og í matarboðum er alltaf búið að taka frá margar kartöflur fyrir mig því ekki er ég nú að fara að stappa saman brúnuðum kartöflum og sósu. Oj.
4. Engin stelpa veit þetta en nokkrir strákar: ég er sjúkt góður kyssari. Ég er ekkert að grínast með þetta því að mér hefur verið sagt af mörgum gaurum að ég hafi náðargáfu á þessu sviði. "Ó Særún, djöfulli ertu góð!" Já það margborgar sig að æfa tvöfalda tungu á hverjum degi. Sú þrefalda er í bígerð.
5. Mig dreymir einu sinni í viku að ég sé að labba fram af bryggju. Þá vakna ég með svona "fall"tilfinningu í maganum og það með látum. Stundum öskra ég og þeir sem sofa nálægt mér eiga það til að gera það líka. Oftast gerist þetta á fimmtudögum.
Þetta var nú skemmtilegt en allt satt. Sérstaklega þetta nr. 4.
FIMM VENJULEGAR STAÐREYNDIR UM MIG:
1. Ég heiti Særún Ósk og það er mikil pæling á bakvið nafnið mitt sem kannski ekki allir vita. Ömmur mínar heita Sæbjörg og Sigrún. Ef þessu feitletraða er púslað saman fæst nafn mitt. Sniðugt. Ósk er af því að mamma gerðist væmin og sagði áður en hún kreisti mér út: ,,Ég óska að barnið verði með 10 tær og 10 fingur."
2. Ég er í skóla. MR á síðasta ári. Ég vil ekki hætta í MR og veit ekki hvað ég ætla að gera eftir hann. Ég held að það sé bara ekkert líf eftir MR. Ég er á fornmálabraut II sem er bara stálið. Latínan, jájá. Þetta kemur bara í ljós.
3. Ég er í vinnu. Vinnu á Hereford. Það er spes núna eftir að Oddný fór til Ítalíu. Svo eru allir að hætta og ekki get ég verið eini þjónninn þarna. Kannski málið að skipta um vinnu, ha.
4. Fjölskyldan mín er voða kammó. Pabbi, mamma, systir og hundur. Já og hamstur. Pabbi er rafvirki og í gær kastaði hann kjötfarsbollu í hausinn á mér af því að ég vildi frekar borða pasta en kjötfars. Í hans augum er pasta pappi. Við erum rosalega lík og er ég að sjá það núna fyrst. Samt er búið að segja mér það frá blautu barnsbeini og annaðhvort var ég of ung til að skilja það eða of þrjósk. Alveg eins og pabbi. Mamma mín er leikskólakennari og rosalega spes. Hún er sprelligosi. Í gær var ég til dæmis að lesa í hjónarúminu og klukkan var 9, sem sagt háttatíminn hennar. Þá byrjaði hún að hoppa í rúminu svo að ég myndi fara. Henni tókst það ekki, ég fór bara að hoppa með henni og þá sagði hún mér að hætta svo við myndum ekki brjóta rúmið. Systir mín spilar á fiðlu og er í 9. bekk. Var að kaupa sér nýja Nikita peysu og ég má sko ekki fá hana lánaða. Hundurinn er loðinn og gamall. Hann á það til að klessa á hurðir og uppáhaldsmaturinn hans eru pulsur. Hamsturinn er hvítur og sefur á daginn. Á næturnar hleypur hann í hlaupahjólinu sínu.
5. Ég var örugglega Hans klaufi í fyrra lífi því ég er alltaf í jörðinni. Kannski er það af því að ég er svo jarðbundin. Haha! En ég er aldrei marblettalaus og ef ég sé marblett sem ég man ekki eftir að hafa fengið, þá veit ég alveg hvar ég fékk hann. Í miðbæ Reykjavíkur á annaðhvort föstudags- eða laugardagskvöldi.
Upptalningu lokið. Finnst ykkur ekki bara eins og að þið þekkið mig inn og út? Þá er að klukka einhverja fimm. Ég ætla að velja... Rósu Birnu, Hildigunni, Þorstein Skúl, Gyðu og Þóreyju. Gangi ykkur vel kæra fólk. Enginn toppar mig!
Birt af Særún kl. 22:09 0 tuðituðituð
mánudagur, september 19, 2005
Afmæli
Í dag á ég afmæli. Fimm ár síðan að ég tábrotnaði í Þórsmörk í 9. bekk. Systir mín var að fara í svona ferð áðan og kemur það mér ekki á óvart ef hún kemur líka heim með brotna tá. Ég var svo gáfuð að vaða yfir jökulá á tánum og sparkaði í stein. Við vorum í einhverjum svaka göngutúr og áttum nokkra kílómetra eftir og einnig slatta af ám til að vaða yfir. Þá var ég þónokkuð mörgum kílóum þyngri en ég er núna og þurfti íslenskukennarinn minn að halda á mér á bakinu yfir hinar árnar. Svo var ég svo illt í maganum af hossinu að ég var alltaf að prumpa og það framan í kennarann. Þá skammaðist ég mín. Svo þurfti ég að labba á hælnum til baka upp kletta og læti. Svo trúði mér enginn, sögðu bara að ég væri að plata. Fór svo á slysó þegar að ég kom heim og þá bara táin brotin í tvennt! Hún hefur aldrei verið söm við sig síðan þá. Alltaf helaum og leiðinleg. Henni að kenna að ég varð að hætta í fótbolta. Tær sökka.
Fór í tvítugsafmæli á laugardaginn. Það var sveitt. Ennþá sveittara var samt FH ballið sem ég fór á eftir það. Sá eiginlega bara fullt gamalt fólk. Það sveittasta af öllu var samt þegar að ég beið í klukkutíma eftir leigubíl (sem kom aldrei) í strætóskýli og þegar að fólk labbaði framhjá vildi það alltaf endilega láta mig vita að strætó væri hættur að ganga. Þá hlógum við öll dátt. Þessar elskur.
Ég hef ákveðið að gerast sambandsráðgjafi. Ég er búin að vera í því síðastliðnu daga að gefa ráð í málum ásta og hefur það bara tekist nokkuð vel hingað til. Hef ekki ennþá fengið morðhótun eða egg inn um gluggann. En það má líkja mínum ástarmálum við mín fatainnkaup. Ég er góð í að velja föt á aðra en mig og svo þegar að það kemur að því að ég velji á mig, þá endar það bara í endemis vitleysu. Enda sést það á löfrunum sem ég geng í. Ekkert nema spandex og aftur spandex. Gerviefni.
Fór á fund með vesslingum í gær vegna MR-ví dagsins en við í Loka gefum út sameiginlegt blað með þessu fólki ef fólk mætti kalla. Þetta voru nú svo sem ágætis krakkar en þegar að þau héldu að tóga væri eitthvað svona Jesú-dæmi, duttu allar lýs úr höfði mér. Svo brá mér þegar að stelpurnar fengu sér eiginlega allar kakó og möffins. Ég hélt að þetta lifði bara á bússtbarnum í Kringlunni. Ætli maður verði ekki að gefa þessum greyjum séns.
Birt af Særún kl. 16:31 0 tuðituðituð
laugardagur, september 17, 2005
Jájá
Ég er búin að jafna mig frá því að ég tjáði mig síðast á þessu blessaða bloggi. Ekki hafa áhyggjur. Það sem hjálpaði mér mest var bekkjarhittingurinn í gær og verslunarferðin í dag. 6.A hittist í gær hjá henni Gretu og við borðuðum góðan mat, spjölluðum, hlógum, horfðum á Eurotrip og hlógum ennþá meira. Hlógum mikið að þeirri tilhugsun að tveir af kennurum okkar væru að rugla saman reitum. Já ég dýrka bekkinn minn. Verlsunarferðin í dag var líka vel heppnuð. Oft kaupir maður það flottasta þegar maður er einn og að flýta sér. Náði allavega að eyða 20.000 kjelli á hálftíma sem er nýtt met. Keypti kjól og það eru ár og dagar síðan það gerðist síðast. Hann er fjólublár og glansar. Fór samt ekki í honum í áttræðisafmælið hans afa áðan. ALltof fínn fyrir það. Ég sá í afmælinu hvað fjölskyldan mín er lítil. Ég er eina barnabarnið á mínum aldri og þessvegna leiddist mér bara. Fór þá bara í Smárann. Á morgun þarf ég svo að hitta einhverja krakka úr vessló. Ullabjakk.
Annað tölublað Loka kemur svo út á mánudaginn. Betra blað en síðast ef ég á að segja eins og er. Fullt af myndum og rugli.
Birt af Særún kl. 19:17 0 tuðituðituð
þriðjudagur, september 13, 2005
Lífið
er eins og líkamsþyngdin. Upp og niður, upp og niður. Engin leið að stjórna því. Það er merkilegt hvursu fljótt einhver getur bara horfið úr lífi manns. Það heyrist bara 'púff' og hann eða hún er farin fyrir fullt og allt. Oft þarf lítið til að þau fari. Eggin voru linsoðin, lakið er blautt, geisladiskurinn rispaður. Eintómir smámunir. Þeir sem þekkja mig hvað best, vita alveg hvað ég er að meina. Ættu allavega að gera það. Svo er til visst fólk sem neitar stundum að líta á staðreyndirnar. Ég er í þeim hópi. Ég vil bara trúa því góða um fólk og hundsa það illa. Það kemur mér oft um koll og endar með því að ég særist í litla hjartanu mínu. Ég vil flýja vandamálið, neita að það sé til. Frekar vil ég laga það og vona að tíminn lækni allt. Hvursu heimsk var ég? Þetta er bara rugl! Ég á það til að treysta fólki of mikið. ,,Hvaða hvaða, hann er ekkert að dúlla sér með öðrum stelpum. Hvurslags endemis vitleysa!" En hvernig get ég verið viss? Hann neitar því. Þýðir það þá að ég á bara að trúa honum? Hingað til hef ég gert það en ekki lengur. Ég vil breyta um lífsviðhorf. Ekki horfa yfir hlutina, heldur beint á þá. Sjá staðreyndirnar. Bráðum verð ég eins og ný Særún. Skínandi Særún. Laus við djamm og tjútt. Já krakkar, svona er lífið. Ein stór baðvog.
Birt af Særún kl. 19:37 0 tuðituðituð
sunnudagur, september 11, 2005
Nafnið
Jórunn minnir mig alltaf á hest. Skondið.
Þessi heitir víst Jórunn. Hún borðar kannski eins og hestur. Hnjahnja.
Birt af Særún kl. 21:20 0 tuðituðituð
föstudagur, september 09, 2005
Nú hlæ ég
af heimsku minni. Ég átti að vita að það er ekki gáfulegt að drekka hvítvínsflösku, bjór og fullt af gajol staupum. Dauðaherbergið á Broddvei er hvítt með stólum upp við vegginn. Svona fyrir forvitna. Það er líka vont að detta um tógað sitt. Ég er með STÓR ummerki um það. Það er líka ekkert gáfulegt að fara í leigubíl með busastrák sem fer upp í Grafarvog. Svo er það mjög óheppilegt að forvarnarfulltrúinn í skólanum er íslenskukennarinn minn. Hlakka til að fara í næsta tíma. Í morgun fann ég svo óopnaða Breezer flösku fyrir framan húsið mitt. Það getur vel verið að ég eigi hana.
Birt af Særún kl. 16:45 0 tuðituðituð
þriðjudagur, september 06, 2005
Oooo
Ég vildi að ég væri orðin tvítug því þá gæti ég skráð mig í Ástarfleyið. Nú bölva ég foreldrum mínum fyrir að hafa ekki getið mig fyrr.
Birt af Særún kl. 20:32 0 tuðituðituð
mánudagur, september 05, 2005
Er þér sama þótt ég Loki?
Já, fyrsta tölublað Loka Laufeyjar kom út í dag í dagblaðaformi. Ég hef ekki heyrt neina slæma hluti um blaðið bara góða og vona að það haldist þannig. En ef einhver þarna úti vill setja eitthvað út á snepilinn, þá skal hinn sá sami gera það hér eða þegja ellegar. Við erum allavega mjög ánægðar með hann. Það sem ég skrifaði er kannski pínku gróft en það er það sem selur. Ég meina, hvað er gróft við það að vera stórhreðja?
Ég er í mjög skrýtnu skapi. Kannski af því að ég er að hlusta á Shame On You með Thomasi Thordarsyni hinum hálfíslenska. Ég vil bara dansa tangó eða cha-cha. Læt það samt bíða.
Busaballið nálgast eins og óð fluga. Sem sagt eins og geitungur. Sjötti A bauð þriðja A í fyrirpartí en ég finn það á mér að þetta sé afar sítrónusúr bekkur. Einn bólugrafinn gaur með krullur sagði meira að segja: ,,Ég kemst ekki, (prump) ég er að vinna." Hvað er málið með það? Ég freta nú bara á svona fólk!
Fór á Strákana okkar með kvikmyndagerð í gær. Alveg hægt að hlæja að þessari mynd en hún er aðeins í grófari kantinum. Fullt af typpum, káfi og rassítökum. Ekki fyrir viðkvæma. Leikstjóri myndarinnar kom svo í tíma í dag og hann var svo feiminn eitthvað. Langaði mest að knúsa hann en hrædd um að brjóta hann, ákvað ég að sleppa því. Hann er nefnilega bara skinn og bein greyið maðurinn.
Birt af Særún kl. 16:43 0 tuðituðituð
laugardagur, september 03, 2005
Geðveikt fyndið eitthvað!
Fór á Gaukinn í gær í fyrsta skipti síðan Júróvisjón-kvöldið fræga. Það var nú örlagaríka kvöldið maður. Fór á blössfyllerí, mamma ansi tipsy á kantinum, mér var hrint niður stiga, var sökuð um næluþjófnað, lenti í slag, hösslaði svo feitast og var hössluð svo feitast. Þá var hún Oddný líka með mér en ekki núna. Hún flaug til Ítalíu í gær og verður þar í rúmt ár. Helvítis tíkin! En ég á eftir að sakna hennar svo mikið. Búhú!
Ég er komin með svo mikla bjórbumbu. Ein Bierbauch. Un vientre de cerveza. Pancia della birra. Bier buik.
Ég hló svo mikið í gær en ég veit ekki af hverju. Kannski af því að ég sendi einhverjum í símanum mínum 8 tóm sms. Nei. Ef til vill af því að ég var kosin ritari 6. bekkjarráðs með því að kasta pening. 4 embætti þetta árið, þakka þér. Nei. Æi ég man ekki.
Birt af Særún kl. 14:06 0 tuðituðituð
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Partý!
Var að gæða mér á grilluðum bjórkjúklingi með mömmu. Við erum báðar bara þónokkuð tipsy. En það er kannski líka af því að við drukkum auðvitað bjór með. Tipsy á miðvikudagskvöldi. Lífið gæti ekki verið betra!
Birt af Særún kl. 19:10 0 tuðituðituð
laugardagur, ágúst 27, 2005
Vó!
Ógeðslega langar mig mikið í svona. Ég hef samt ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera við þetta.
Birt af Særún kl. 13:17 0 tuðituðituð
föstudagur, ágúst 26, 2005
Hið ljúfa líf
Mamma í Köben að skoða leikskóla og flengríða H&M. Fyrir þá sem ekki vita, þá er flengríða nýja uppáhaldsorðið mitt. Hún hringdi í mig áðan. Sagðist vera á happy hour. Ég hló bara. Skóladagurinn var ágætur. Ég kom bekkjarfélögunum til að hlæja með lýtaaðgerðarsögunni minni. Gaman að aðrir gleðjist yfir sársauka mínum. Neinei, ég hló líka þegar að ég hugsaði til baka. Fyndið að vera með túrban með lítið tígó að horfa á Legally Blonde og geta ekki hlegið nema að þurfa að halda munninum saman því maður er svo hræddur um að saumarnir rifni. Sem þeir gerðu svo.
Busakynningin var í gær. Skemmti mér konunglega. Okkar kynning var góð. Alltaf gaman að kasta sleikjóum í fólk og koma fram við busa eins og lítil börn. Haha.
Ég er farin á vit heimilisstarfanna. Heimilið er í lamasessi í fjarveru móður.
Birt af Særún kl. 17:56 0 tuðituðituð
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Rollin' down the street
á nýrri Mözdu Tribute. Ég var að kaupa mér bíl. Alveg ein. Það borgar sig að vera í bæjarvinnunni, peningalega séð. Ég er eiginlega bara hrædd að keyra hann, krafturinn er svo mikill og bassaboxið blastar í mínum eyrum. Túrbóið er svo megagígamikið að ég pissa í mig í hvert skipti sem ég sest í hann. Enda fylgdi pissudúkur með. Hér fyrir neðan er hægt að sjá gripinn en varúð: ekki horfa of lengi. Þið gætuð dáleiðst af fagurbláa litnum og föngulegri lögun. Væri maður ekki til í að taka þennan og flengríða?!
Missti mig aðeins hérna fyrir ofan. En þá er Loki Laufeyjar kominn á fullt skrið. Skrifa skrifa og aftur skrifa, fá lélega hugmynd og aftur skrifa. Svo gerðist ég bekkjarráðsmaður í dag ásamt Þuru. Úff ég höndla þetta ekki krakkar! Minn fyrsti tími í kvikmyndagerð í morgun. Líst vel á pakkann. Fyrsta skipti sem ég hef 2 kennara í sama faginu. Fáar stelpur en góðar stelpur. Hef alltaf verið með mörgum stelpum í tíma. Ekki núna.
Birt af Særún kl. 19:13 0 tuðituðituð
mánudagur, ágúst 22, 2005
Byrjar ballið
því í dag er hin fræga skólasetning. Þá fussum við eldribekkingarnir og sveium yfir smekkleysi busakjötsins, þá aðallega í klæðnaði, fasi og útliti. Það verður teiti.
Vinna á menningarnótt. Allt var kreisí á Hereford og komu um 300 manns að borða það kvöld. Allt fazmo.is gengið kom í öllu sínu veldi en djöfulli eru þetta flottir folar mar. Sjí! Einnig kom pípari með konu sína sem var einu sinni að reyna við mig og Oddnýju á Ölstofunni. Hann bað mig um tannstöngul og brá bara við að sjá mig. Gott á hann! Eftir vinnu var slegið upp veislu með fríu öli og SPK. SPK er náttúrulega bara snilldin ein. Það sem eftir er af kvöldinu er allt í móðu en ég vaknaði heima hjá mér. Það er sjaldséður hlutur.
Birt af Særún kl. 10:38 0 tuðituðituð
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Portúgal í grófum dráttum:
- Breezer
- Frozen Grashopper
- Bjór og meiri bjór
- Hrotur
- Skúffurúm
- Trúnó
- Slúður
- Dýnan Gísli
- Vatnsrennibrautagarðar
- Stólpípurennibrautir
- Kúkarennibraut
- Ógeðisfólk
- Jamiroquai
- Strandpartí
- Dragshow
- Bjór
- Padda á baðherbergi
- Herbergi 617, bleiki lykillinn
- "Hello Portugaylians, we from Iceland have taken over Portugal!"
- Sandur í öllum skúmaskotum
- Crepes með banönum, ís og heitri súkkulaðisósu
- Burger Ranch
- Kebab
- Katedral
- Karíókíbarinn
- White titties
- Tipsy
- Sprull
- Berbrjósta svefn í hjónarúmi
- Hor
- Kvef
- Slúðurbókin
- After Shock
- Bananabátur
- Klósettlæsing á tógakvöldi
- Múss með vanillusósu á Jupiter
- Marblettir á fáránlegum stöðum og enginn veit af hverju
- Erótískir barborðsdansar við súlu
- Olía númer núll
- Dans á barborði í tóga fyrir skot
- Marbletturinn hennar Guðnýjar
- "You could make a mess here in Portugal"
- "Are these real? Is this silicone? Let me check!"
- "Þegar að ég var í Portúgal í fyrra..."
- Þegar að fulla stelpan datt af bátnum í siglingunni
- Þegar að ég ætlaði að fara að opna freyðivínsflösku en fór að tala við Kristínu og þá poppaði tappinn í andlitið á mér
- Þegar að Hildur klessti á svalahurðina
- Þegar að Kristín talaði upp úr svefni: "Ok, persónulega finnst mér fáránlegt að vera að vörka tannið. Ég er alveg orðin nógu brún."
- Stuttu seinna: "Aha!"
- Þegar að mjög myndarleg stelpa bauð mér bjór og ég fór að dansa við hana á fullu. Komst svo að því að hún var lesbía að reyna við mig
- Þegar að við vorum nokkur úti á svölum að drekka og Guðný greyið lá veik í rúminu. Svo kom hún í svalahurðina, öll úfin og allir öskruðu
Þetta var yndisleg ferð
Birt af Særún kl. 10:50 0 tuðituðituð
mánudagur, ágúst 15, 2005
Tipsy
Ord ferdarinnar an efa. Herna eru allir tipsy, útatadir i sprulli. Her er margt buid ad gerast, leidinlegt, ógedslegt, skemmtilegt og engu ad sidur eitthvad sem verdur skilid eftir i Portugal. Thad gengur brosulega ad vorka tannid thvi ad eg branni fyrsta skipti i gaer. Thad er allt oliunni ad kenna. Maeli ekki med henni. For a bananabát og var bodid ad koma i siglingu a spíttbát med Gydu og Kristinu ásamt theim Marco og Edvardo. Thá brann eg. Skútusiglingin goda var a laugardaginn og thar vard eg tipsy og synti i land. Hoppadi svo af bátnum. Um kvoldid var svo toppur ferdarinnar. FOKKING JAMIROQUAI! Ad ógleymdri Sonique sem allir heldu ad vaeri karlmadur. Á leidinni a tonleikana var myndavelin min notud til ad taka myndir af pissandi typpi. O eg hlakka til ad na i myndirnar. Teknar voru margar myndir af jay Kay. Og Oddny ég er ekki sátt vid thig. Thad skellir sko enginn a mig thegar ad eg leyfi einhverjum ad heyra i Jay Kay live. I dag er fridagur verslunarmanna her i landi og thad vard thvi ekkert ur Levi´s búda ferdinni minni. Hrumf. Kem svo heim á midvikudaginn, ferks ad vanda. Bid ad heilsa og plís kommentid og laeti.
Birt af Særún kl. 13:38 0 tuðituðituð
laugardagur, ágúst 06, 2005
Drama drama
Er stodd á Portó. Ferdin er aedi en samanstendur af miklu drama.
Kvold númer eitt: Ég var full og fór á feitan bommer af thvi ad eg thurfti ad sofa i skúffu.
Kvold númer tvo: Ég var full og fór ad synda i sjonum med Gardari og tyndist. Allir (Kristin) heldu ad eg vaeri dáin og thegar ad +eg komst i leitirnar var mikid grátid.
Kvold numer thrju: Tógakvold og eg var full. Laestist á fatladraklosetti med ERnu, Huldu og Hiildi og var thar fost i klukkutima. Segi betur fra thessu kvoldi seinna. Er af fara i Modelo.
Birt af Særún kl. 17:36 0 tuðituðituð
mánudagur, ágúst 01, 2005
Við erum að passa páfagauk. Og bíl. Páfagaukurinn heitir Krúsi en bíllinn Guðfinna. Krúsi hefur gaman af því að kroppa í eyrnasnepla, leita að eyrnamerg í eyrum og baða sig í rauðvínsglösum. Hann klessti á spegil í herberginu mínu í gær. Hann hélt að þarna væri kominn annar Krúsi, bara kvenkyns. Guðfinna hefur það fínt, aðallega hjá mér. Ég hef ekki gefið henni stundarfrið síðan hún kom í pössun. Þótt eigandinn sé í fríi þá þýðir það ekki að hún sé í fríi.
Tveir í fyrsta veldi dagar í Portó. Þar sem ég verð alveg á kafi á morgun í verkefnum verður þetta síðasta færslan fyrir Portó. Ég þarf að fara í klippingu, kaupa hvítt lak, kaupa sjampó, sólarvörn og svoleiðis drasl, fá Frelsi í útlöndum hjá Símanum, kaupa evrur, pakka, kveðja kallinn og setja á hann skírlífisbelti. Ótrúlegt en satt þá er ég búin að kaupa nýtt bikiní en það er með svokölluðum low-cut bikiníbuxum. Það er því eins gott að kantskera svo pippskeggið flæði ekki bara um alla sundlaug. Nei segi svona.
Ég mun reyna allt sem ég get til að blogga úti en það verður takmarkað. Því lofa ég. Ég skal halda undir-áhrifum-færlsunum í lágmarki eftir bestu getu. Vil ekki endurtaka leikinn frá því í fyrra. Með von um úrhellis rigningu á Fróni í fjarveru minni,
Særún senjóríta.
Birt af Særún kl. 14:07 0 tuðituðituð
föstudagur, júlí 29, 2005
Jamm og jú
Það eru víst 5 dagar í'etta. Mín búin að kaupa allt sem til þarf og er reddí steddí. Í gær fékk ég þessa skyndilegu þrá til að fara til Eyja en hún Vala átti nú sinn þátt í því. Auðvitað er bara rugl að skipuleggja eitthvað svona með stuttum fyrirvara en ég er bara svona flippuð. En málið er að ég tók vaktirnar hennar Völu á Hereford því hún var að fara til Eyja en ekki ég. Ég er svo mikill öðlingur. Og núna get ég ekki fengið frí. En það er önnur þjóðhátíð eftir þessa. Vona ég.
Ég fór á mitt fyrsta pöbbarölt í Hafnarfirði í gær. Kíkti á Hansen í fyrsta skipti og ég varð hissa. Bjóst bara við gömlum köllum en nei nei, þetta var bara eins og að vera á Grunnskólahátíð í 9. bekk. Kannaðist við fullt af fólki en ekki nóg til fara og tala við það. Svona er að byrja í skóla í Reykjavík og missa allt samband við heimabæinn. Hitti hann Björn sem er 55 ára og sköllóttur. Hann sagði að ég væri mjög falleg kona. Tók svo kast á nýjasta stolkerinn minn. Sagði honum að ég væri sko engin hóra eða brunddolla. Og þar með losnaði ég við hann. Fór svo í garðteiti í götunni minni. Þar voru teknar erótískar myndir og hár var blásið inni á baði. Og af því að ég nennti ekki að labba þessi nokkur skref sem voru heim til mín, sótti Einar mig. Haha. En honum fannst það ekkert fyndið.
Fólk mætti nú alveg vera duglegra við að kommenta. Ha...
Birt af Særún kl. 15:00 0 tuðituðituð
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Dagurinn í dag
var ekki dagurinn í gær. Onei. Vinnudagurinn var langur en skemmtilegur. Rakstur á leikskólum hefur marga kosti, þá aðallega leiktæki. Ramban stóð fyrir sínu. Vega-saltið fyrir ykkur borgarkvikindin. Grýla fíla appelsína var rifjuð upp. Henni var ég búin að gleyma. Stuð að raka á táslunum og bera svo saman tær sínar. Nú berum við ekki lengur saman bækur okkar, heldur tær okkar. Svo er kitlandi að raka hrífum undir iljar. Aulahúmor minn er ekkert að dvína. Ég bara get ekki að þessu gert. Þetta er pottþétt sjúkdómur. Dæmi:
Vala: "Við erum alveg að bonda hérna!"
Ég: "Ha, James Bonda?"
Fólki er hætt að finnast þetta fyndið. Þetta er orðið daglegt brauð. Bara ein vika eftir af slætti. Þá ætla ég að slá mér upp með einhverjum og slá svo í gegn! Svo er pælingin að slá á létta strengi eftir að hafa slegið nokkra rassa.
Birt af Særún kl. 22:20 0 tuðituðituð
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Zzzzzzzzz
Skrollið á músinni minni ískrar. Hundurinn minn vill éta upp úr ruslatunnunni. Sé það á honum. Ég er búin að horfa á alla Lost þættina. Hahaha hí á ykkur. Ég er búin að vinna stanslaust frá 9-24 í dag. Svo er maður kallaður letingi þegar maður heyrir ekki til. Ég er bitur. Talaði þýsku við kúnna áðan. Og ég sem hélt að ég hefði gleymt öllu í sumar. Fékk líka brjálað tipps. Taschengeld ja ja bitte schnell! Ég er með óráði. Óráður er besti vinur minn. '
Ólag vikunnar: Burt með kvótann - Rass.
Ólag vikunnar II: Drugs - Cynic Guru.
Ólag vikunnar III: Halldór Ásgrímsson - Skátar.
Birt af Særún kl. 00:58 0 tuðituðituð
mánudagur, júlí 18, 2005
Óútskýranlegir hlutir eru sífellt að koma fyrir mig. Hlutir sem ég mun seint geta útskýrt. Einn slíkur gerðist aðfaranótt laugardags. Á föstudeginum var mikið djammað og djúsað og búsað. Mín kom heim vel í því og mig minnir að ég hafi farið að sofa á evuklæðum sem er eitthvað sem ég geri ekki oft. Eiginlega bara aldrei. Vaknaði um hádegi næsta dag, leit í kringum mig og þá var allt sem átti að vera í fataskápnum mínum komið á mitt gólf í hrúgu. Ég leit niður og sá að ég var komin í alltof litlar íþróttabuxur og sparisparibol. Ringluð var ég en pældi ekkert meira í þessu fyrr en ég kom niður. Þá sagði mamma: "Særún, hvað varst þú að gera úti um miðja nótt í þessum fáránlegu fötum?" Ég svaraði: "Ha?" Á móti sagði hún að hún hafi heyrt pent bank á hurðina og vitandi að ég var komin heim bjóst hún ekki við að sjá mig þegar hún opnaði. En það var það sem hún sá, mig berfætta í íþróttabuxum og bol. Hún sagði að hún hafi sagt við mig: "Hvað ertu að gera barn?" Ég sagði þá: "Ég var bara að loka og læsti mig úti." Síðan sagði mamma mér að fara að sofa. Það skondna en merkilega er að ég man ekki eftir þessu. Annaðhvort gekk ég í svefni eða datt algjörlega úr sambandi sökum drykkju. Ég neita þó að trúa síðari kostnum. Þetta er krípíkrípí.
PS. Mín versta martröð rættist áðan. Ég var stungin af geitungi í hálsinn. Utan á hálsinn, ekki inní hálsinn. Þá væri ég nú ekki spriklandi eins og ég er núna. Ég hálfskammast mín fyrir að hafa verið stungin geitungasumarið litla. Só vott. En þetta var vont. Ójá. Núna hefur fóbían mín tvöfaldast og hún var nú ekki lítil fyrir.
Birt af Særún kl. 17:43 0 tuðituðituð
laugardagur, júlí 16, 2005
Nýjasta ofurhetjan
Alltaf hef ég verið áhugamanneskja um ofurhetjur. Nei segi svona. Að öllu gríni slepptu þá erum ég og Kristín búnar að búa til okkar eigin ofurhetju: The Porcupine Man eða Broddgaltarmanninn á góðri íslensku. Hann er þeim hæfileikum gæddur að vera venjulegur maður í útliti en þegar hann verður reiður eða þarf að bjarga fólki, þá skjótast broddar útúr honum sem hann getur svo stungið vondu kallana með. Hann getur líka tekið þá úr sér og þá virka þeir eins og spjót. Á daginn vinnur hann svo í bílalúgunni á McDonalds. Þetta er svo hans tryggi aðstoðarmaður:
The Porcupine Dog klikkar ekki. Eftir miklar rannsóknir komst ég að því að The Porcupine Man er til í alvörunni. Reyndar var hann til árið 1802 í Þýskalandi og hét þá Der Stachelschweinmann. Hann er sexí eins og sjá má:
Svo er hann með brodda á bibbanum. Uss, eins gott að konan hans reyti hann ekki til reiði í bólinu. Ái.
Birt af Særún kl. 17:21 0 tuðituðituð