þriðjudagur, september 13, 2005

Lífið

er eins og líkamsþyngdin. Upp og niður, upp og niður. Engin leið að stjórna því. Það er merkilegt hvursu fljótt einhver getur bara horfið úr lífi manns. Það heyrist bara 'púff' og hann eða hún er farin fyrir fullt og allt. Oft þarf lítið til að þau fari. Eggin voru linsoðin, lakið er blautt, geisladiskurinn rispaður. Eintómir smámunir. Þeir sem þekkja mig hvað best, vita alveg hvað ég er að meina. Ættu allavega að gera það. Svo er til visst fólk sem neitar stundum að líta á staðreyndirnar. Ég er í þeim hópi. Ég vil bara trúa því góða um fólk og hundsa það illa. Það kemur mér oft um koll og endar með því að ég særist í litla hjartanu mínu. Ég vil flýja vandamálið, neita að það sé til. Frekar vil ég laga það og vona að tíminn lækni allt. Hvursu heimsk var ég? Þetta er bara rugl! Ég á það til að treysta fólki of mikið. ,,Hvaða hvaða, hann er ekkert að dúlla sér með öðrum stelpum. Hvurslags endemis vitleysa!" En hvernig get ég verið viss? Hann neitar því. Þýðir það þá að ég á bara að trúa honum? Hingað til hef ég gert það en ekki lengur. Ég vil breyta um lífsviðhorf. Ekki horfa yfir hlutina, heldur beint á þá. Sjá staðreyndirnar. Bráðum verð ég eins og ný Særún. Skínandi Særún. Laus við djamm og tjútt. Já krakkar, svona er lífið. Ein stór baðvog.

Engin ummæli: