föstudagur, desember 16, 2005

Vúhú!

Ég var að gera aðra myndasögu en hún lýsir ekki því ástandi sem ég er í núna því ég var að koma úr síðustu prófunum mínum en þau voru svona sjúkra. Ógeðslega sick!



Eftir helgi kem ég svo með eitthvað ógeðslega djúsí. Ég þarf nefnilega að fara vestur á morgun í jarðarför hjá bróður hennar mömmu. Ég mun samt hafa eitthvað að gera á leiðinni þangað. Til að byrja með stilli ég sætið í jeppanum í lazyboy-stöðu, sting svo The Grinch í raufina og horfa á hana í skjánum í loftinu á jeppanum. Já þetta er ljúft líf á tækniöld.

Mynd 2


Þetta eru mamma og pabbi, fórnarlömb 80' tískunnar, á Seltjarnarnesinu en þar átti ég heima eftir að ég flutti af spítalanum. Þetta eru stoltir foreldrar og eru það enn. Takið eftir peysunni sem mamma er í. Algjör gullmoli! Þarna er hún bara tvítug gella en hefur voðalega lítið breyst. Pabbi er bara alveg eins og hann er núna, bara með meiri bumbu. Svona stólar sem þau sitja í voru rosalega móðins á þessum tíma en rosalega óþægilegar. Og sjáið þetta ljóta barn! Oj!

Engin ummæli: