Toppurinn á tilverunni
Hvað er betra en að byrja nýja viku á einni jarðarför eða svo? Mín vika byrjaði allavega þannig. Hressandi! Svo voru kökurnar svo góðar. Ég og Gimmi tókum það víst að okkur að halda næsta ættarmót. Ætli ég hristi ekki einu fram úr erminni in no time næsta sumar.
Í dag á ég afmæli. Bílprófsafmæli. Eitt ár komið og ég keyri jafnilla og ég gerði fyrsta ökutímann minn. Bara plís, ef ég býð þér far, labbaðu frekar ef þú vilt ekki enda sem rúðusplass. Þura á líka afmæli. Eftir mánuð og 3 daga á ég líka afmæli. Og það helgina fyrir jólaprófin. Nú bölva ég foreldrum mínum fyrir að hafa ekki getið mig fyrr.
Sökum jarðarfararinnar komst ég ekki í bæinn til að vera kona. Er búin að vera í því í dag að útskýra þennan dag fyrir karlpeningnum. Talaði við einn áðan sem var ekki hress með að konur væru bara með 64% af launum karla. Ég var ánægð með hann þangað til hann sagði að þetta væri ósanngjarnt því hann vill ekki að tilvonandi konan hans komi með minni pening inn á heimilið en hann. Samtalið fór ekki lengra.
Æi gleymdi ég að raka mig undir höndum áður en ég fór í gallann...
mánudagur, október 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli